Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1919, Qupperneq 10

Ægir - 01.08.1919, Qupperneq 10
100 ÆGIR að tapa tugum þúsunda ár eftir ár og valda óþörfum sársauka, fyrir það eitt, að ekki er hirt um að útvega eins ein- faldan hlut og vetlinga á hendurnar. Pæklun. Aðferð sú, sem viðast er höfð við að búa pækilinn til og hella honum á tunn- urnar, virðist mjög tafsöm og mikið af pældinum fara forgörðum. Saltið er sett i stóran kassa eða ker, sem fylt er vatni, og síðan hrært í. Á 10 stöðvum af 23 á Siglufirði er hrært með eins konar ár eða staut, á 8 slöðvum eru spjöld á ás niðri í kerinu og snúið með vindu. Það er verklegra. En á 5 stöðvum var tekin upp ný aðferð við að búa til pækilinn, og er hún svo einföld, að mér hug- kvæmdist hún áður en eg hafði séð hana eða heyrl hennar getið. Hún er sú, að kerið er fylt salti, og vatn látið streyma í það, en niður við botninn er sia á kerveggnum, og síast pækillinn um hana yfir í annað ker, er stendur lægra. Fæst með þessum hætti fullsterkur pæk- ill, 24—27 °. Pækillinn er siðan tekinn i fötu og borinn í tunnurnar. Þegar pækli er bætt á lokaðar tunnur, þá er borað á þær gat, sett í það trekt og helt í trekt- ina úr fötunni. Á tveim stöðum sá eg hafða til þess könnu með stút, svo að ekki þurfti trektina. Þarf ekki að ol’ð- lengja, hve mikið af pæklinum fer til ónýtis á öllu þessu gutli, eða hve óverk- legt þáð er að rölta fram og aftur með fötuna. Mér virtist þegar auðsætt, að pækilkerið ætti að standa svo hátt, að veita mætti pæklinum eftir pipu úr ker- inu meðfram tunnuplássinu og að á pipunni ættu að vera lásar, er slöngur væru festar á, og pældinum veitt eftir þeim í tunnurnar. Á slönguendanum væri stútur með snerli, svo að opna mætti og loka fyrir pæklinum eflir vild. Mælti eg með slíkum útbúnaði í erindi, er eg flutti um síldarvinnuna á Siglu- , firði. Á heimleið minni kom eg við á ísafirði og sýndi kunningja mínum þar teikningu, er eg hafði látið gera aí þessum útbúnaði. Hann sagði mér þá, að Magnús Thorberg útgerðarmaður hefði í sumar einmitt tekið upp þessa tilhögun á sinni stöð. Eg skoðaði hana, og var alt nákvæmlega eins og eg hafði gert ráð fyrir. En pækillinn var þar hrærður með vindu. Hefir þessi útbún- aður við að veita pæklinum reynst á- gætlega, og ætti nú héðan af að sam- eina þelta tvent: sía pækilinn og veita honum í tunnurnar um pipu og slöngur. Tunnuflutningur. Einn þátturinn i síldarvinnunni er ílutningur á tunnum, bæði tómum og fullum, og er enginn efi á, að mikið mætti laga vinnubrögðin við hann. Þar er margt skritið að sjá. Eitt hið fyrsta, er bar fyrir augu min, er eg kom á Siglufjörð, voru þrír fílefldir karlmenn, er gengu brúðargang eftir sléttum brj'ggjupallinum og velti hver einni tómri tunnu á undan sér með stjaka. — í annað sinn voru menn að skipa tóm- um tunnum úl í skip. Þeir vellu þeim fram eftir bryggjunni með þvi að hrinda þeim með höndunum, en gættu þess ekki að skipa sér niður á bryggjuna í röð á hæfilega löngu færi, svo að hver tæki við af öðrum og hver tunna gengi rakleitt sina leið fram á bryggjusporð, k heldur létu þeir margar tunnur safnast fyrir á miðri hryggju, rekast þar hverja á aðra og hrindast af leið, tóku þær svo úr þvögunni og veltu þeim áfram. — Þá var eitt sinn verið að flytja tunnublaða um þveran bryggjupall, nokkra metra. Hlaðinn hafði víst verið settur á rangan t stað i fyrstu. Fimm lög af tunnum voru M

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.