Ægir - 01.08.1919, Side 12
ÆGIR
Í02
botn fylgja hverri tunnn. Söltunarstúlk-
an gripur botninn upp úr tunnunni,
þegar hún byrjar að salta í hana, reisir
hann á rönd við hliðina á henni og
leggur hann yfir, þegar lokið er. Það
virðist mér bezta lagið.
Eg hefi þá minst á helztu atriði sild-
arvinnunnar og skal nú að lokum til
fróðleiks drepa á nokkur atriði, er eink-
um snerta verkafólkið. Eg safnaði skýrslu
um tölu og launakjör verkafólksins við
síldarvinnuna á Siglufirði. Á þeim 22
stöðvum, er höfðu fastráðið verkafólk,
unnu 363 karlmenn: 22 verkstjórar, 116
heykjar og dixilmenn og 225 almennir
verkamenn. Mánaðarkaup bejdcja með
fæði 350 kr., án fæðis 350—480 kr., eft-
irvinna kr. 1,50—2,25 um klukkustund-
ina. Mánaðarkaup »dixilmanna« með
fæði 300—350 kr., án fæðis 265—400
kr., eftirvinna kr. 1,00—2,00 á klst.
Mánaðarkaup almennra verkamanna
með fæði 180—350 kr., án fæðis 200—
400 kr., eftirvinna kr. 1,00—2,00. —
Gert er ráð fyrir 10 tíma vinnu á dag.
Verkstjórakaup er almennast 400—500
kr. á mánuði. Alment er ókeypis hús-
næði, ferðir fram og aftur og kaup goldið
frá því menn fara að heirnan og utiz þeir
koma heim aftur. Þeir sem fæða sig
sjálfir fá alment ókeypis matreiðslu.
Á sömu 22 stöðvum unnu, að með-
töldum ráðskonum, 669 stúlkur. Allar
liafa þær ókeypis ferðir fram og aftur,
húsnæði og eldsneyti. Verkunarkonur
hafa 10 kr. vikupeninga og að auki eru
þeitn trygðar ýmist 200 eða 300 kr. fyrir
allan tímann. Annars er kverkun og
söltun ákvæðisvinna og horgað kr. 1,20
—1,50 fyrir tunnuna saltaða. í tíma-
vinnu er borgað kr. 0,75 um klst. og í
eftirvinnu kr. 0,75—1,50. Ráðskonur hafa
í mánaðarkaup 80—300 kr. með fæði,
ein 360 án fæðis.
Á 8 stöðvum á Siglufirði hafa karl-
menn fæði frá útgerðarmanni, á hinum
stöðvunum fá þeir nálega alstaðar ó-
keypis matreiðslu, en leggja efnið til
sjálfir. En verkunarkonurnar hafa sína
matseld hver fyrir sig, og hygg eg að
jað sé yfirleitt ekki holt fyrir heilsu
jeirra. Eg spurðist talsvert fyrir um
tað, hvernig fæði þeirra mundi vera.
Áað er auðvitað næsta misjafnt, eftir
því hvernig hver er gerð, en mörgum
mun fara svo, einkum þegar mest er
annríkið og þær þyrftu helzt staðgóða
fæðu, að þá liafa þær ekki tima né
þrek til að elda sér mat, en lifa mest á
brauði og kaffi. Væri það íhugunarefni,
hvort eigi væri hægt að koma því svo
fyrir, að útgerðin legði verkunarkonun-
um fæðið.eins og karlmönnunum sum-
staðar, því að mér virtust fáir hafa trú
á matarfélagi kvenna, þó þær fengju ó-
keypis matreiðslu. Er þess gætandi, að
allmikið fé gengur nú til eldsneytis
handa þeim að óþörfu, þar sem t. d.
15 »prímusar« loga til að hita kaffi
handa 30 konum!
Fyrir þá sem ætla að byggja ný íhúð-
arhús fyrir verkafólk á síldarstöðvum,
væri eflaust vert að íhuga, hvort þau
hús sem hingað til hafa verið reist af
þvi tæi eru eins hcntng og verða hefði
mátt, fyrir það fé scm til þess hefir
verið varið. Mér hugkvæmdist t. d.,
þegar eg kom í borðstofur í slíkum
húsum, útbúnaður sem eg sá í horð-
stofum barnaskólanna í Iíristjaníu, þeg-
ar eg kom þar 1902. Borðstofan var af-
löng og borðið nálega eftir henni endi-
langri. Borðdúkurinn var vaxdúksdregill,
strengdur um valta á báðum borðend-
um — smeygur sem lá um borðið endi-
langt, ofan á því og undir. Þegar sveif