Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1919, Side 14

Ægir - 01.08.1919, Side 14
104 ÆGIR stundum bólgna vessaæðarnar upp eftir handleggjum og kirtlar ofan við olnboga- bætur og undir höndum, og getur þá fyrir komið, að úr þessu verði hættuleg blóðeitrun. Sumar stúlkur hafa svo viðkvæmt hörund, að þær þola ekki »að vera í sild«, þær fá strax þennan húðkvilla eftir stuttan tíma. Aðrar fá að eins að- kenningu við og við, en þeim batnar jafnóðum milli þess er vinnan kallar að, en þegar annríkið er mest, þá geta þær orðið illa leiknar. En sumar — og þær eru í miklum minnihluta — eru svo hörundsterkar, að þær sleppa alveg, og það jafnvel þó berhentar séu. Það er nú margsannað, að mesl brögð eru að hörundsveiki þessari fyrrihluta sildartímans, þegar mikið berst að af sild og mest er að gera. Rá ganga margar stúlkur fram af sér við vinnuna, vaka mikið# og þreytast um of, en við þreyt- una veiklast taugarnar og hörundið jafn- framt. Þvi verður hættara við sprungum fyrir það að fitukirtlarnir rækja þá ekki eins vel köllun sína. Þegar nú hér við bætist mikill sólarhiti svo að hendurnar verða bæði heitar og sveittar innan í vetlingunum, þá verður hörundið miklu fremur skeinuhætt. Loks er það einróma álit flestra sem hér eiga hlut að máli, að sú síld sé varasömust hörundinu sem sé feit og átumikil. Þegar hún er rauð af átunni eins og oftast er í fyrstu göng- unum framan af sumrinu. Síldarslorið etur hörundið og særir, enda mun þeim stúlkum meir hætta búin sem fást ein- göngu við síldarkverkun, en þeim siður sem eingöngu salta. Það hefir komið fyrir hvað eftir annað, að svo mikil brögð hafa orðið að þessari húðveiki, að líkast hefir því sem um bráðnæman sjúkdóm væri að ræða, og hafa þá svo margar stúlkur orðið hand- lama, að vandkvæði hafa orðið við að afgreiða skipin t. d. vildi það til i sumar, að vísa varð sildarskipum frá á Siglu- firði, svo að þau leituðu hingað til Akur- eyrar og verksmiðjunnar Ægir til að losast við sildarfarm sinn. Það er af þessu auðsætt, að hér cr um þýðingarmikinn kvilla að ræða, sem valdið getur bæði miklum óþæginduin fyrir þá sem í hlut eiga og miklu fjár- hagslegu tjóni. Við þessa hörundsviðaveiki kemur ivent til greina. Hendurnar sárna af síldinni og seltunni og svo komast sýkl- ar að sárum og sprungum og valda ígerð og bólgu. Að það sé fremur síldarslorið sem særir en saltið sézt af þvi, að þessi kvilli kemur þvinær aldrei fyrir við saltfisks- þvotta, sem þó er áþekk vinna síldar- söltuninni. Ef veikin er tekin í tíma, er hún auð- læknuð, batnar stundum af sjálfu sér með því að hlifa höndunum. Blöðrurnar þorna upp og gróa og sárin skinnga fljótt. Ennfremur hjálpa vel græðismyrsl eins og bórvaselín, bórfeiti, joðóform- vaselín eða blýsmyrsl, eða jafnvel ein- göngu einhver feiti, svo sem svinafeiti, eða t. d. glycerinspíritus. En ef meiri brögð eru að, þarf að draga úr bólgunni með bökstrum, skera í ígerðir; jafnvel getur til þess komið, að sjúklingurinn leggist í rúmið nokkurn tíma eða lengi ef um blóðeitrun er að ræða. Til þess að koma í veg fyrir að hend- urnar spillist, hefir ýmsra ráða verið neytt og hygg eg að tvent hafi gefist bezt. Fyrst og fremst að halda hörund- inu hreinu og mýkja með glycerini eða einhverri feili bæði á undan vinnu og á eftir. En því næst er nauðsynlegt að hafa vetlinga eða glófa á höndum, og hafa inargskonar hlífðarglófar (belgvetlingar)

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.