Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1919, Qupperneq 17

Ægir - 01.08.1919, Qupperneq 17
ÆGIR 107 ingar gagnvart smurningunni hefir Densil- vélin olíuhringrásardælu (Oliecirculations- pumpe) sem stöðugt dælir smurnings- olíunni, sem lekur úr legunum, upp í þser aftur, svo hún sparast margfalt við það. Eins og sjá má af ofangreindu hefir Densil-smiðjan gert alt til að búa til vél, sem að öllu leyti er ábyggileg, ber gæði ullra hinna þektu véla jafnfram því að htiloka gallana sem iðulega voru mótor- unum til fyrirstöðu. Það er áreiðanlegt að Densil-mótorinn er sú vél sem lengi heíir verið saknað til flutninga og fiskiskipa, og væri það óskandi, að þessi vél gæti náð því að verða sá fyrirmyndar mótor, sem ísland iengi hefir vanhagað um. Skýrsla. frá fiskideildinni „Hvöt“ á Flateyri 1918—1919. Deilcfin hefir haldið nokkra fundi á ár- iuu, og meðal annars tekið til meðferðar: i- Vitamál. — Tillögur (frá nefndum 1 >essu máli): a- Deildin telur þessar breytingar á frumvarpi til vitabygginga, frá sjáv- arútvegsnefnd Alþingis, bráðnauðsyn- legar: að Svalvogaviti sé settur á Barða og að ef því ekki fæst framgengt, verði Galtaviti settur á Sauðanes, — með ljósbreytingu, er sýni grynning- arsvæðið. ^ð öðru leyti aðhyllist deildin vita- kerfið, að þvi er Vestfirðingafjórð- Ung snertir. (Samþ. á fundi 14.api\ 18). b. Dcildin heldur fast við fyrri skoðun sína um vitabyggingar vestanlands, og skorar enn á ný á f jórðungsþing og Fiskifélag íslands, að sjá um, að vitastæði á Sauðanesi, og þó sérstak- lega á Barða, verði rannsökuð af sér- fræðing, áður en tekin er ákvörðun um vitabyggingar vestanlands. (Samþ. á fundi 16. mars 19). c. Fiskideildin „Hvöt“ á Flateyri skorar á Fiskifél. íslands, að leggja fram nauðsynleg'an kostnað við að setja upp næsta sumar greinileg leiðar- merki á sundin í Súgandafirði, sem orðin er brýn nauðsyn á, vegna stór- aukinnar umferðar um fjörðinn. 2. Atvinna við siglingar. Nefnd var kosin til að athuga þetta mál, milli funda, og taldi hún bráðnauð- synlegt, að auka að mun verklega kenslu sjómanna yfir höfuð, én þó sérstaklega að búa mótorista og fiskiformenn betur undir slöðu þeirra, að því er verklega fræðslu snertir, og áleit nefndin, að slík fræðsla lianda mótoristum fengist á tryggilegastan liátt með þvi, að láta þá stunda verldegt nám á vélaverkstæðum tvö til þrjú ár, sem skilyrði fyrir skír- teini lil vélagæzlu, og sömuleiðis taldi nefndin nauðsynlegt, að fiskiformenn ættu kost á frekari verklegri fræðslu, en nú á sér stað. — Svolilj. till. samþ. deild- in í einu hljóði: „Fundurinn skorar á fjórðungsþing og Fiskiþing íslands, að beita sér fyrir því við þing og stjórn, að verkleg kensla, til undirbúnings mótoristum og skipstjórum, sé aukin nú þegar að miklum mun, á hvern þann hátt, er heppilegast þykir.“ Ýms mál sjávarútvegsins liafa og' verið tekin til meðferðar á fundum deildarinn- ar, svo sem: steinolía, salt, siglingalögin, samningar við Breta o. fl„ og' tillögur samþyktar i þessum málum, en óþarft

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.