Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1925, Síða 7

Ægir - 01.11.1925, Síða 7
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 18. árg. Reykjavik, Nóvember 1925. Nr. II. Minningarorð. Þess er oft minst bæði i ræðum og ritum, að auðugt sé hafið kringum strend- ur Islands, og mála sannast er það, að mikil er björgin, sem sjómennirnir árlega og daglega flytja að landi og mikið gullið, sem þeir á ári hverjudraga úr greipum Ægis; en — þung og mikil eru lika gjöldin, sem sjór- inn leggur á landsmenn. Stutt liður stundum á milli, að vér heyrum þau sorglegu tíðindi, að einhver hafi látið lífið á sjónum, einhver djarf- ur og hraustur félagi og liðsmaður úr sjó- mannahópnum. Hinn 22. júní 1924 vildi eitt sorglega slys- ið til; þá féll ólafur ís- leifsson fyrir borð af togaranum »Skúla fó- geta« og druknaði. Hann var fæddur á Arnarstöðum i Flóa 22. sept. 1881; voru foreldrar hans ísleifur Bjarnason og Vil- borg kólafsdóttir. Þau hjón brugðu bú- skap, meðan ólafur var á ungum aldri, og ólst hann siðan upp með móðursinni, en^bún var á þeim árum vinnukona á ýmsum stöðum og hafði drenginn i skjóli sínu. ólafur sálugi kvæntist 28. nóv. 1907 eftirlifandi konu sinni Stefaníu Pálsdótt- ur og eiga þau 5 börn á lífi. Snemma mnn hafa borið á þvi, að Ólafur var vel greindur piltur, skýr og námfús; hafðí hann á uppvaxt- arárum hug á að nema skólalærdóm; en — sú leið var honum lokuð fyrir fátæktarsakir. Gaf hann sig þá við sjó- mensku, og stundaði hana til dauðadags frá því hann var 15 ára gamall. Um tvítugsaldur gekk hann á Stýrimanna- skólann og tók skip- stjórapróf eftir 1 skóla- timbil með mjög lof- legum vitnisburði. — Sigldi hann siðan á j'msum skipum ýmist sem háseti, stýrimaður eða skipstjóri. Á togara réðist hann þegar er þeir komu til sög- unnar, og stundaði sjó á þeim úr þvi til æfiloka. Ólafur sál. var hvers manns hugljúfi, hafði lag á að lynda við alla menn; stiltir og rólegir skapsmunir hans og hógvær framganga var ölJum til fyrir- Ólafur ísleifsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.