Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1925, Page 10

Ægir - 01.11.1925, Page 10
birtingar i Ægi, en bygðarlögun- um, sem hlut eiga að máli, verði svo skylt að fylgja. Eftir talsverðar umræður kom fram svohljóðandi: Viðaukatillaga: Fjórðungsþingið leggur fyrir deildirnar að kjósa nefnd til þess að skipa merkjum niður á báta þannig, að ekki verði sammerkt og litir nægilega skýrir. Aðaltillagan og viðaukatillagan samþykt með öllum atkvæðum. B. Fjórðungsþingið lítur svo á, að nauðsyn beri til að ákveða róðr- atíma i verstöðunum við sunn- anverðan Faxaflóa á vertiðum og æskir þess að stjórn Fiskifélags- ins láti erindreka fjórðungsins ræða þetta mál við deildirnar. Samþykt með öllum atkvæðum. 7. Aukinn styrkur til Fiskifélags Islands Samþykt var svohljóðandi Tillaga: Fjórðungsþingið beinir þeírri á- skorun til Fiskiþingsins, að fjárveit- ing til Fiskifélagsins sé aukin að miklum mun og að starfsvið þess sé aukið þannig, að ölt mál er sigl- inga- og sjávarútveg snertir séu bor- in undir umsögn Fiskifélagsins áður en þau eru gerð að lögum. Tillagan samþykt með öllum greiddum at- kvæðum. 8. Landlielgismálið. Sem er fjórða mál á dagskrá Fjórð- ungsþingsins, en var frestað fyrri daginn, af því suma deildarfulltrú- ana vantaði, ef þeir kynnu að geta mætt seinni daginu. Eftir allmiklar umræður kom fram eftirfarandi til- laga, sem samþykt var með öllum atkvæðum: »Fjórðungsþingið itrekar kröftug- lega samþykt siðasta Fjórðungsþings og skorar á fiskiþingið að stuðla að því, að visindalegum fiskirannsókn- um verði greidd leið svo sem auðið er og enn fremur stuðla að því, að landhelgislinan verði færð út þannig að firðir og flóar verði friðaðir«. 9. Kosning Fiskiþingsmanna. Kosningu hlutu, sem aðalmenn: Arni Geir Þóroddsson með 5 atkv. Sigurjón Jónsson með 4 atkv. Sem varamenn: Stefán Sigurfinnsson með 7 atkv. Bjarni ólafsson með 6 atkv. 10. Kosning starfsmanna Fjórðungsþings- ins: Forseti kosinn: Ágúst Jónsson með 7 atkv. Varaforseti: Árni Geir Fóroddsson með 2 atkv. Ritari kosinn: Stefán Sigurfinnsson með 4 atkv. Vararitari: Séra Friðrik J. Rafnar með 2 atkv. 11. Lendingasjóðir. Af því málið þótii illa undirbúið kom fram tillaga um að kjósa 3ja manna nefnd, sem hljóðar þannig: Að kosin verði 3ja manna nefnd til að finna grundvöll undir mynd- un lendingasjóða og leggi tillögur sínar fyrir næsta Fiskiþing. Kosn- ingu hlutu: Séra Friðrik J. Rafnar, Gerðahrepp; Árni Geir Þóroddsson, Keflavik; Stefán Sigurfinnsson, Vatns- leysustrandarhrepp. 12. Fiskisýning 1930. 1 því mali kom fram tillaga, sem samþykt var með öllum atkvæðum: »Fjórðungsþingið væntir þess, að Fiskiþingið athugi möguleika fyrir fiskisýningu 1930 og geri ráðstafanir til undirbúnings ef ráðlegt þykir«. Ákveðið var að halda næsta Fjórð-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.