Ægir - 01.11.1925, Síða 11
ÆGIR
203
ungsþing fyrir Sunnlendingafjórð-
ung í Reykjavík.
Fleira lá ekki fyrir fundinum. Þakk-
aði forseti svo fundarmönnum fyrir góða
samvinnu; kvaddi fundarmenn með
nokkrum hvatningar orðum og sagði
síðan þinginu slitið.
Ágúst Jónsson.
St. Sigurfinnsson.
Drifakkeri fyrir togara.
Hr. Sigurjón Kristjánsson vélstjóri Rvk.
hefir látið búa til drifakkerimeð n5rrri gerð
og hefir það reynst ágætlega. Aðalbreyt-
ingin frá þvi, sem áður hefir þekst, er í
því fólgin, að mjög lítið fer fyrir því,
þegar búið er að draga það inn á skip-
ið, en þenst úl þegar það er látið í sjó-
inn og heldur þá skipinu upp í sjó og
vind og er það talið síðasta bjargráð
hvers skips í ofviðri á hafi úti, ef segl
eða vél bilar.
Oft hefir verið brýnt fyrir sjómönnum
vorum að nota drifakkeri og hefir það
að vísu borið nokkurn árangur, en
mönnum hafa þótt þau mikil fyrirferð-
ar í skipinu. En nú er ráðin bót á
því með þessu nýja áhaldi og er von-
andi, að forráðamenn skipa og báta,
veiti þessu athygli og hafi það með á
sjóinn, því aldrei er öryggið of mikið
þar. Hr. Sigurjón Kristjánsson telur mjög
auðvelt að nota þetta áhald þó einkum
á togurum, sökum þess, að þeir hafa
ætið vörpustrengi tilbúna til að festa í
það með mjög lítilli fyrirhöfn. Einnig
er það álit kunnugra manna, að með
notkun þessa áhalds mætti oft spara kol
og oliu, sem þarf til þess að halda skip-
inu upp i sjó og vind, þegar ekki er ann-
að hægt að aðhafast, sem oft kemur
fyrir á fiskiskipum, auk þess sem þetta
er tvímælalaust örj'ggisáhald, sem ekk-
ert skip má án vera. Áhald þetta er til-
tölulega ódýrt og getur með góðri með-
ferð endst árum saman.
Hér er enn stígið spor í áttina að
minka hættu á sjó. Drifakkeri heldur á-
fram að ryðja sér til rúms, engin smá-
fleyta leggur erlendis svo í ferð, sé um
nokkra vegalengd að ræða, að hún hafi
eigi drifakkeri og það ávalt til taks.
Við íslendingar erum seinir að taka
upp nýtt, að klæðaburði undanskildum,
en það kemur að lokum. Eins mun fara
hér, þótt drifakkerið hafi enn eigi al-
ment verið notað, þá fer svo, að gæði
þess áhalds verða jafn ljós hér við land
og annarsstaðar. Auk þess að vera til
öryggis, er það ef rétt er notað, einnig
til sparnaðar, eins og áður er getið um.
Og svo getur einnig farið, að mönnum
verði ljóst það oliutap, sem oft hefir
orðið af þvi, að láta ekki i ýmsum til-
fellum drifakkerið annast andþóf í stað
mótorsins.
Allar upplýsingar gefur hr. vélstjóri
Sigurjón Kristjánsson og á sksifstofu
Fiskifélags Islands verða ávalt til reiðu
bendingar um þetta og önnur tæki er
til öryggis á sjó tíðkast.
FjórðuDGSliiDg VeslflrðiDga.
Dagana 4. og 5. nóvembermánaðar
1925 var háð 6. fjórðungsþing fiskideilda
Vestfirðingafjórðungs haldið á ísafirði.
Pessir fulltrúar mættu á þingínu:
Frá Fiskideild ísafjarðar:
Jón Brynjólfsson úgerðarmaður