Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1925, Side 13

Ægir - 01.11.1925, Side 13
ÆGIR 205 nauðsýnlegt, að breytt sé reglu- gerð fyrir stýrimannaskólann i Reykjavík, ákvæðum 8. gr. þannig, að inntökuskilyrði um siglingu á yfir 60 rúmlesta skipi verði feld burtu. b. Að inntökuskilyrði við fiskiskip- stjórapróf við skólann verði önnur og minni, en við siglinga- skipstjórapróf«. 11. Vitamál. Eftirfarandi tillaga samþ. i einu hljóði: a. »Með því Arnarnesvitinn er að dómi sjófarenda alsendis ófull- nægjandi sem innsiglingaviti á ísafjafjarðardjúp, skorar Fjórð- unðsþingið fastlega á Fiski- þingið að hlutast til um, að settur verði nýr og fullkominn viti á Arnarnes. eða ljósmagn núverandi vita verði aukið svo, að hann lýsi að minsta kosti 22 sjómílur. b. Fjórðungsþingið telur bráð- nauðsynlegt, að bygður verði smáviti á Ögurhólmum hið allra bráðasta«. Enníremur svofeld viðauka- tillaga: »Fjórðungsþingið skorar á Fiski- þingið að beita sér fyrir þvi, að landtökuviti verði settur á svo- kallað Hvassaleiti á Stigahlíð«. 12. Breytingar á lögum Fiskifélagsins. Svohlj. tillaga samþ: a. Við 7. gr. Fiskifélagslaganna: »1 stað þess sem aðalfundur hefir áður kosið 4 fulltrúa, kjósi hann íramvegis 3 fulltrúa og fjórðungs- þingin 3 hvert. Verði Fiskiþing þannig skipað 15 mönnum«. b. Við 8. gr. »Atvinnumálaráðherra skipar forseta Fiskifélagsins, að tillögu sjáfarútvegsnefnda Al- þingis«. 13. Bjargráðamál. Eftirfarandi tillaga . samþykt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að hlutast til um: a. Að lögskipað verði að rekakkeri fylgi öllum vélbátum landsins. Jafnframt sé rannsakað og sett ákvæði um stærð og þyngd at- keranna, eftir stærð bátanna. b. Að bárufleygur skuli fylgja vél- bátum og sömuleiðis öllum ára- bátum landsins. c. Að lögskipuðu eftirliti með skip- um og bátum verði alstaðar stranglega framfylgt. Sömuleiðis var í máli þessu sam- þykt þessi viðaukatillaga: a. »Fjórðungsþingið leggur áherslu á, að veðurathugunarstofan í Reykjavík verði fullkomnuð svo sem tök eru á. b. Fjórðungsþingið beinir því til Fiskiþingsins að leita itarlegra upplýsinga um starf norsku björgunarskipanna og kostnað við úthald þessara skipa«. 14. Fjórðungsstjórnin var endurkosin: forseti Arngrímur Bjarnason með 5 atkvæðum og ritari Kristján Jónsson með 5 atkvæðum. 15. Fiskiþingsfulltrúar til næstu 4 ára voru endurkosnir: Arngrímur Fr. Bjarnason með 8 atkv. og Kristján Jónsson með 6 atkv. Varafulltrúar voru kosnir: Jón Brynjólfsson með 5 atkv. og Sigurður Kristjánsson með 5 atkv. Ákveðið var að halda næsta fjórð- ungsþing á Isafirði. Þess skal getið að í 10, 11, 12, og 13

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.