Ægir - 01.11.1925, Side 14
206
Ægir
máli voru nefndir kosnar, er lögðu tram
tillögur sínar á þinginu. Málin voru öll
ítarlega rædd og athuguð og stóð þingið
í tvo daga með litlu uppihaldi. Var
undirrituðum ritara falið að birta framan-
skráðan útdrátt úr gerðum fjórðungs-
þingsins.
ísaf. 7. nóv. 1925.
Kristján Jónsson
(frá Garðsstöðum).
Sjósókn og sjávaratli.
I.
Islendingar hafa stundað fiskiveiðar frá
landnámstíð, bæði i sjó og vötnum. —
Skallagrímur lét suma húskarla sína vera
að fiskiveiðum á Álftanesi, en aðra liggja
við Gljúfurá og Hvítá til laxveiða. Þess-
um veiðum var hann vanur i Noregi. En
svona var um aðra landnámsmenn. Þeir
stunduðu jöfnum höndum landbúnað og
sjávarútveg. Þessu hafa íslendingar hald-
ið áfram að meira eða minna leyti fram
á vora daga.
Frá því er sagt í fornum ritum, að í
verum hafi verið fiskiföng mikil og hver
fjörður fullur af fiski. Einnig var mikil
laxveiði í mörgum ám, sem nú veiðist
ekkert i. Mest var silungsveiði í fjallavötn-
um eða langt frá sjó t. d. i Arnarvatni og
Mývatni. Við þessi vötn bjuggu oftskóg-
armenn i lélegum kofum og* veiddu sér
silung til matar.
Svo voru forfeður vorir framsýnir og
atorkusamir í atvinnumálum, að þeir
tóku stundum lifandi fisk úr vötnum,
óhryngaðað, og létu þá í læki eða smá-
vötn. f*ar varð síðan góö veiði. Þetta
var einskonar fiskiklak, en einfalt og ó-
brotið.
Snemma á söguöldinni fóru menn að
setjast að á vissum stöðum til sjóróðra.
Það kölluðu menn veiðistöð eða ver. —
Menn fóru í Ver (ver = sjór; verbakki
= sjóbakki). Mörg skip voru í hverri
veiðistöð. Þegar ekki gaf á sjó voru ver-
menn að leikjum og æfðu íþróttir og
vopnaburð. Helztu veiðistöðvar á sögu-
öldinni, og fram eftir öldum, voru Drit-
vík undir Jökli, Bjarneyjar á Breiðafirði,
Bolungavik, Gjögur á Ströndum, Vatns-
nes í Húnavatnssýslu, Grímsey, Vest-
mannaeyjar og Grindavik.
Seinna á tímum voru veiðistöðvar
margar, oft stutt á milli þeirra, kringum
alt land. Á 17. og 18. öld voru t. d. 10
veiðistöðvar við Breiðafjörð. Á 19. öld-
inni lögðust þar niður þessar veiðistöðv-
ar: Höskuldsey, Bjarney, Oddbjarnarsker,
Siglunes, Keflavík og Brunnar. Skor
lagðist niður seint á 18. öld, nokkru eftir
að Eggert ólafsson sigldi þaðan á Hel-
veg. Á 18. öld gengu oft 60—70 skip úr
Bjarneyjum vor og haust, og 30—40 i
Oddbjarnarskeri. — Orsökin til þess að
menn hættu að róa í þessum veiðistöð-
um var aflaleysi. Þar fór fiskur þverr-
andi þegar kom fram á 19. öld. Yfirleitt
mun fiskur um alt land hafa hætt að
ganga á grunnmiðin fornu á 19. öld.
Oft er getið um aflaleysisár fyr á öld-
um. Fiskur gekk ekki á miðin. Þó var
sjaldan aflalaust um alt land í senn. —
Þegar t. d. ekki veiddist á Vatnsnesi
sóttu Húnvetningar skreið suður undir
Jökul. Frá slíkum skreiðaferðum er sagt
i Grettlu og Eyrbj^ggju. Bæði hertur
fiskur og blautfiskur gekk kaupum og
sölum. Margir bændur létu húskarla sina
róa í veiðistöðum vor og haust og fluttu
heim hluti þeirra. En svo voru einnig
margir ungir menn, lausamenn, sem áttu
afla sinn sjálfir og seldu bæudum hann.
Þeir voru oft i veri alt árið, t. d. í Bjarn-
eyjum, Dritvík og Bolungavík.