Ægir - 01.11.1925, Side 15
Æ GIR
207
Arngrímur ábóti ritar um miðja 14.
öld, i sögu Guðmundar góða, að almenn-
ingsfæða á íslandi sé »búnyt og sjódreg-
inn flskur, — þar sjófiskur kaupist og
dreifist um öll héruð«.
II.
Það hefir oft staðist á kostnaður og
ábati með fiskiveiðarnar. íslendingar hafa
oft vanrækt landbúnaðinn til þess að
geta sint sjónum. En »svipul er sjávar-
gjöf«. — Þar við bætist, að í öllum stór-
harðindum, sem gengið hafa yfir landið,
hefir sjávarafli brugðist að mestu leyti.
Menn treystu um of á sjávaraflann og
trygðu sér ekki búfénaðinn með nægum
heyforða. Af verkamannafaéð gátu bænd-
ur eigi ræktað jörðina. Flestir verkfærir
karlmenn, þeir er eigi flökkuðu um land-
ið af leti og ómensku, voru við sjómest
alt árið. Það þótti karmönnum léttara og
skemtilegra starf, en jarðabætur o. þ. h.
Mikill tími, vor og haust, gekk til þess
að sækja skreið í veiðistöðvar t. d. af
Norðurlandi vestur undir Jökul og suð-
ur á Nes.
Ef litið er yfir harðindi og fiskiafla á
17., 18. og 19. öld, verður það hverjum
manni ljóst, að á þeim öldum hafa ís-
lendingar treyst of mikið á sjóinn og
hans vegna vanrækt landið.
Fyrstu ár 17. aldar voru mjög hörð
og féllu þá um 9 þús. menn úr hungri,
ftest við sjóinn. Þá var þar aflalaust,
nema 1604. Þegar árferði til landsins
batnaði, komu fiskiár sæmileg frá 1610—
1620. Þó var veturinn 1615 harður. Svo
varð harðindasamt til 1634 og rýr afli í
veiðistöðum. Aftur batnaði í ári og var
góður a£Li víðast frá 1635—1658, einkum
syðra, nema ilskuveturinn 1648. Svo
koma 5 aflaleysisár (1658 — 63). Þá eru
engin stórharðindi. Frá 1664—87 var í
flestum veiðistöðum góður afli (nema
nyrðra 73 og 74). Engin stór-harðindi
voru þessi árin. Svo koma harðindaárin,
einkum síðustu ár aldarinnar. Öll þessi
ár til 1700 var mjög aflafátt víðast um
alt land, nema árið 1698. Þrjú ár í röð
aflaðist ekkert í Vestraannaeyjum (1686
7 og 8).
Þrjú fyrstu ár 18. aldar voru aflarýr.
Þá var veðráttufar eigi gott. Frá 1704—
14 voru fiskisæl ár, nema 1712. Svo
komu slæm fiskiár yfirleitt til 1720 (3
aflaleysisár í röð við Faxaflóa, viðast).
Þá var oftast illviðrasamt. Næstu 9 ár
(1721—29) voru sæmileg aflaár í flestum
veiðistöðum, nema 1725. Á landi var ár-
ferði oftast sæmilegt. Frá 1729—39 var
oftasl rýr afli i flestum veiðistöðum,
nema 1736 og flest árin góð til landsin§
(nema 37 og 38). Næstu 11 ár (1740—50,
bæði meðtaiin) var víðast um landið
sæmilegur afli, nema 46 og 47. Þá var
líka sæmilegt veðráttufar, nema 45.
Svo komu harðindin miklu eftir miðja
öldina. Þá mátti heita fiskilaust við land-
ið þau árin sem mest reið á matföng-
um i landinu. Og yfirleitt var lítill afli
til 1760. Eftir það komu góð fiskiár til
1774. Þá var veðurfar sæmilegt flest árin.
Næstu 26 ár voru yfirleitt eigi góð afla-
ár nema 77, 83, 86, 87, 88, 91, og 4 sið-
ustu aldarárin. Harðir vetrar voru þá
78, 84, 94 og 98.
Framan af 19. öldinni voru oftast afla-
lítil ár til 1816, nema 1801, 05 og 10. —
Þessi fyrstu ár aldarinnar voru mörg erf-
ið t. d. 1802, 07, 11 og 12. Svo batnaði
tiðarfarið og aflabrögð urðu góð til 1831.
Þó voru harðindi 1817 og 1822. Þau ár-
in aflaðist vel.
Nú kom góðviðriskafli langur og voru
hjer eigi verulegir harðir vetrar til 1866,
nema 35, 55 og 59. Öll þessi ár 1832—
66), voru sæmileg — og mörg ágæt —
aflaár, nema 1833 (nyrðra), 1835, 38, 41,