Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1925, Qupperneq 16

Ægir - 01.11.1925, Qupperneq 16
208 ÆGIR 42, 51, 57, 60, 61, 64 og 65. f*að eru 11 fiskilitil ár af 34. Þó var fiskileysið þessi ár hvergi átakanlegt. Frá 1866—77 voru oftast rýr aflaár, viðast hvar, nema 1870 og 71. Meðalafla- ár voru nokkur (72, 74 og 75). Þá var oft stirð veðrátta og veturinn 1874 harð- ur. Þrjú árin, 1878, 79 og 80 voru aflaár yfirleitt. Svo komu hörðu árin alkunnu, og þá var viðast aflarýrt, einkum við Faxaflóa og viðar á Suðurlandi. — Frá 1886—93, voru góð fiskiár yfirleitt og góð tið til kndsins. Svo var yfirleitt afla- rýrt út öldina, einkum við Faxaflóa. Þá var oftast gott árferði, nema óþurkar miklir og vetur harður og ilt sumar 1892. III. Fyr á öldum var mikið um flökkulýð i landinu. Það voru menn og konur á vergangi. Vergangan var frá veri eða veiðistöðunum. Svo var farið að kalla allan flökkulýð: vergangsmenn. Það fór að bera á vergangsmönnum undir eins og fjölskyldumenn og einhleypingar fóru að setjast að í veiðistöðum. Þegar þar brást afli, lögðu þessir menn á vergang upp í sveitirnar. Einhleypingar, sem sjó stunduðu, nentu ekkert annað að starfa, og þegar afli brást lögðu þeir í flakk. Nú fór það oftast saman: fjárfellir, harðindi og aflaleysi. Bændur áttu nóg með sig, en þegar vergangsmenn bætt- ust við á fóðrin, samkvæmt landslögum, komust allir fátækari bændur einnig á vonarvöl. Þeir flosnðu upp og flökkuðu. Það voru líka þeir, sem mistu mest af búpeningi sinum, því þeir voru óforsjálli með heyafla en aðrir og voru Iika oftast ein- yrkjar. Þessir vergangsmenn hrundu svo niður eins og útigangspeningurinn, undir eins og harðnaði i ári. Forsjálu bænd- urnir, sem áttu forn hey og fornan mat, sem varasjóð til hörðu áranna, mistu sjaldan mikið af fénaði sínum, nema þeg- ar mörg hörð ár komu hvert á eftir ann- að. Þeir voru bústólpar landsins og þeim er það að þakka, að ísl. þjóðin er enn þá til. Agaleysi og sjálfræði manna hefir lengi verið þjóðarmein. Þegar vel aflaðist, hóp- uðust verkfærir karlmenn að sjónum, svo bændur gátu þá ekki unnið upp jarðir sínar. Þetta sáu landsstjórnarmenn að horfði til vandræða. Bæði af þessu, og óttanum við mannfall i fiskileysisár- unum, var mönnum bannað hvað eftir annað, með alþingissamþykt, að setjast að í þurrabúðum við sjó. Það kallaðist »búðseta«. Þessum lögum var illa hlýtt og eftirlitið lítið með þeim. Árið 1490 var þeim mönnum bönnuð búðseta, »sem ekki höfðu búfé að fæða sig við, minst 3 hndr. á landsvísu«. — Allir er minna fé áttu, þótt giftir væru, voru skyldaðir til ársvista hjá bændum. Þetta bann kom að engu haldi. Loks urðu menn þreyttir á þeim lögum, sem að engu gagni komu og var þvi búðseta leyfð á alþingi 1679. ‘Þó var sá fyrirvari hafður, að ef hreppstjórar héldu að menn i þurrahúð gætu betur unnið fyrir fjöl- skyldu sinni en i vistum þá leyfðist þeim búðseta. — Eftir þetta urðu afleiðingar af búðsetunni margfalt verri en nokkru sinni áður. Flökkulýður landsins óx og var oft á 18. öld 5—6 þús. manns, eða hér um bil 10.—12. hver maður. Það bælti ekki úr fyrir Islendingum, að Þjóðverjar, sem veiddu og verzluðu hér við land, fóru á 15. öld, að hafa hér vetrarsetu í veiðistöðum syðra. Þetta var þeim bannað, en það dugði ekki. Þeir fóru i kring um lögin, með aðstöðu ís- lenzkra manna. Islendingar gerðust lepp- ar þeirra. Þessir útlendingar höfðu mik- inn skipastól til veiða á vertíðinni með ísl. sjómönnum. Þeir teymdu unga raenn

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.