Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1925, Page 17

Ægir - 01.11.1925, Page 17
ÆGIR 209 úr sveitunum til sjávarins, með háu kaugjaldi. Þessir menn komust svo á vergang á aflaleysisárunum og átu bænd- ur út á húsgang. Það var eigi fyr en á síðari hluta 16. aldar að vetrarseta Þjóð- verja var upprætt. IV. Oft hafa íslendingar kent mönnunum fremur um aflaleysi en náttúrunni. Þeir hafa margir haldið, að fæla mætti fisk- inn af miðunum með tálbeitu og ýms- um veiðarfærum. Um 1500 var farið að nota fiskilóðir á Vestfjörðum til veiða. Þær voru orðnar algengar um alt land á fyrri hluta 17. aldar. Þegar fyrst var farið að nota þær þótti mörgum þær draga frá sér fisk úr sjónum, einkum þeim, sem ekki höfðu efni á að kaupa svo dýr veiðarfæri. Margir töldu lóðirnar skaðlegar fyrir fiskigöngur og þorskur- inn liti eigi við haldfæraönglum, þegar lóð væri þar nálægt í sjó! Þessi trú sigr- aði á Akranesi 1699. Þvi þar var gerð samþykt að banna fiskiveiðar með lóð- um vissan tima að vetrinum. En þrátt fyrir þetta óx lóðanotkun um alt land á 18. öldinni. Meiri ágreiningur hefir þó verið um þorskanetin. Net voru fyrst notuð i Sbagafirði 1730 Þar reyndust þau vel, en mættu þó mikilli mótspyrnu frá þeim, sem ekki gátu eignast þau. Það leið eigi á löngu þar til hætt var að nota þau. — Nokkru siðar fékk Skúli landfógeti þorska- net frá Noregi (1752) og útbreiddust þau fljótt um Suðurland, þóft margir bölv- uðu þeim. Það hefir verið hamast á þeim á mannfundum, í bæklingum og blaða- greinum i meira en heila öld. Margir trúðu þvi, að þau stöðvuðu fiskigöngur inn á Faxaflóa. Stundum hafa þau ver- ið ýmist takmörkuð eða bönnuð vissan tima. En þetta hefir komið að litlu haldi. Fískiveiðasamþyktir á Suðurlandi hafa jafnan verið illa haldnar og mætti margt um það segja. Þegar aflaleysisár komu og fiskurgekk ekki á grunn, var netunum kent um, eða þeim útvegsbændum, sem mest not- uðu þau. Þá voru allir orðnir sáttir við lóðirnar og sökuðu þær ekki um neitt ilt. Þegar þilskipin komu til sögunnar eða fjölguðu á siðustu árum 19. aldar, var farið að kenna þeim um fiskileysi við Faxaflóa. Þau höfðu síldarbeitu og menn sögðu að hún eitraði sjóinn á bátamið- unum. Þar var ekki til neins að renna færi i sjó með »ljósabeitu«. Þegar norsku hvalveiðamennirnir komu til Vestfjarða, byrjaði sami sónninn um spilling á fiskimiðum. Þá voru aflaleys- isár vestra. En svo fór að veiðast betur þar síðar, og þá var erfitt að vita hvern- ig á sliku gæti staðið. Gamlir menn voru þó búnir að spá því, að hvalveiðaskipin mundu hrekja allan fisk frá Vestfjörðum, svo að þar yrði framvegis bátaútgerð engin. Seinna komu aflaleysisár og þá byrjaði aftur hræðslan við hvalveiða- skipin. — Og hvað segja menn nú um togarana? Líklega er hér óliku saman að jafna: lóðum, netum, síldarbeitu og hvalveiðaskipum annarsvegar, og togara- vörpunni hinsvegar. V. Eg hefi orðið þess vis, að mönnum er ekki alment kunnugt um uppruna þil- skipaveiðanna á íslandi. — Þess vegna minnist ég hér lítið eitt á þær. Það mun hafa verið lifiu eftir miðja 17. öld að fyrsta þilskip gekk hér til veiða. Það var séra Páll i Selárdal, sem reið hér fyrstur á vaðið. Hann lét smiða þilskip og var formaður á því. Það lá út á hafi undan Vestfjörðum og kom til lands þegar það var orðið hlaðið sölt-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.