Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1925, Qupperneq 20

Ægir - 01.11.1925, Qupperneq 20
212 ÆGIR harðfiski. Fiskarnir áttu að vega hálfa fjórðu mörk eða þar um. Þessi fiskavætt gilti á við 1 hndr. á landsvísu. Þetta verðlag stóð þó eigi lengi. Um 1460 voru þrjár fiskvættir metnar til jafns við hndr. á landsvisu. Það gilti jafnt 4 tn. mjöls eða 6 tn. malts. Geta má þess, til samanburðar, að þjóðhátíðarárið 1874 gáfu útlendingar og innlendir menn 16 kr. fyrir hverja harð- fisksvætt. Þá var mjöltunnan á 23 kr. — Árið eftir féll þetta fiskverð. Þá var harð- fisksvættin hér um bil á 11 kr., en mjöl- tunnan lækkaði um 2 krónur. — Svo þil ég ekki þessa sögu lengri. Sigurður Póróljsson. anna. í Noregi eru aðalframleiðslustöðv- arnar i Lofoten og Finnmörk, en á Ný- fundnalandi umhverfis alla eyjuna. í báðum þessum löndum, sem nú voru nefnd, er lýsisiðnaðurinn bundinn við fiskveiðarnar við strendur landanna. í Nóregi sækja fiskimenn 5, 10—20 milur á haf út. Þeir veiða aðallega i net og á línu, liggja veiðarfæri þessi i sjó 12—24 stundir. Fiskurinn er því dauður þegar hann er dreginn, og sé tiðarfar stirt, svo sem oft er á vetrum, er fiskurinn á lín- unni eða netinu dögum saman. Það er því ofurskiljanlegt að lifur úr slikum fiski sé ekki fyrsta flokks vara. Á Nýfundnalandi er aðallega veitt i landfastar gildrur. Er vitjað um 2var á dag og fiskurinn innbyrtur spriklandi í bátana. Lýsisvinslustöðvar eru í stærstu veiðistöðvunum og er lifrin brædd þrem timum eftir að fiskurinn var innbyrtur. Lifrin er vandlega tekin úr fiskinum strax eftir að hann er veiddur og er þess gætt að taka frá dökka, græna og blett- ótta lifur og að gallblöðrur séu eigi fast- ar við lilrina. Er hún þvi næst þvegin vandlega í stóru keri með hreinu vatni. Eftir það taka við margbrotnar aðferðir, en aðalaðferðin er sú, að hleypa gufu beint á lifrina. Áður en þetta er skýrt nánara er gaman að kynna sér gömlu aðferðina, sem nú má telja gleymda. Aðferð fyrrum. — Framfarir. Á fyrstu árum lýsisvinslunnar, var lifr- inni helt í kerald og látin leysast upp. Lýsið, sem settist ofan á þegar lifrar- frumurnar leystust upp, var fleytt ofan af, þetta sjálfrunna lýsi var alþekt vegna sterks keims og óbragðs, sem á því var. Siðan var lífrin leyst betur upp með þvi að hita hana upp yfir eldi, var lýsið, sem var mjög dökt, þvi næst seltí verzlunum. Auk þess, sem þessari gömlu framleiðslu- »Sólskin á flöskum« er nafn á ein- hverju áhrifamesta lyfi, sem sögur fara af. Þorskalýsi ér mjög auðugt af bæti- efnum og því framúrskarandi styrkjandi, er lýsið því algeng læknisávísun til manna á öllum aldri, alt frá bernsku- til elli- ára, sé um beinasjúkdóma að ræða, svo sem beinkröm o. s. frv. Tvö lönd i heimi framleiða meðalalýsi á fullkominn hátt: Noregur og Nýfundna- land. I öðrum löndum hefir þessi iðn- aður einnig risið upp nokkrum sinnum, en af einhverjum ástæðum jafnan koðn- að niður, sennilega er aðalorsökin sú, að i þessari greín veltur alt á gæðum vörunnar. Noregur er aðalframleiðandi meðala- lýsisins, og með öflugum sífeldum aug- lýsingum hefir varan náð þvi áliti, að töluvert af lýsi, sem framleitt er viðs- vegar annarsstaðar, er kallað »norskt« áður en það kemur á markað neytend-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.