Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1926, Side 11

Ægir - 01.01.1926, Side 11
ÆGIR 3 áberandi og á hreinum verkuðum flski, og því verður matið á óverkuðum fiski meira og minna slumpamat, og hefir þar af leiðandi minni þýðingu en ýmsir vænta. Eg liefi nú minst á nokkra af þeim annmörkum, sem eru á mati óverkaðs fiskjar við innanlandsmat og verð um leið að láta í ijósi, að eg hefi ekki mikia trú á, að skerping á umræddri lagagrein komi að haldi, nema með því að gera víðtæk- ari breylingar á framkvæmdum í þessu efni en fram kom í lillögu Fjórðungs- þingsins. JS/ innanlandsmatið á að verða sœmileg trygginy um vörugœði, þar/ að flgtja fisk- inn á ávkeðna úlflutningsstaði i hverju um- dœmi, par sem skilyrði eru góð til verkun- ar, geymslu og útskipunar og völ á góðum matsmönnum. Sala gceti þá að eins farið fram á þessum höfnum, og allan fisk yrði að meta, hvort sem hann er fullstaðinn eða ekki. Eg þori ekki að ábyrgjast, að þetta fyr- komulag ælti aimennum vinsæidum að fagna, enmeð því yrði erfilt að gangafram hjá matinu, og matið yrði framkvæmanlegt, og því gæti eg sem fiskimatsmaður vel sætt mig við það. Annar liður lillögu þeirrar, er fjórðungs- þingið samþykti, hljóðar þaunig: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið að beila sér fyrir því, að samin verði reglugerð handa fiskimatsmönnum og sé þar sérstaklega tekið fram. 1. útlit hverrar fiskitegundar, 2. stœrð hverrar tegundar þannig, að sá fiskur sem er yfir 47 cm sé talinn stórfiskur. Alflatlur fiskur frá 40 — 47 cm, sé talinn millifiskur. Labrador- fiskur sé sá fiskur talinn, sem er yfir 28 cm. og er labrador flaltur og aðgreinist hann þá einungis í fyrsta og annan flokk en handfiskur hverfi. 3. að afráðin verði teg- undarmerki á öllum útflultum fiski. h. í reglugerðinni sé ennfremur ákveðið hve lengi fiskur þarf að liggja í salli stylstan tíma til þess að hann verði talinn mals- hæfur«. Það er ekki tilviljun, að ekki skuli vera gefin út reglugerð um fiokkun á fiski. — Það hefir verið athugað oft áður, og þólt mikilsvert atiiði, að það væri ekki gert opinberlega, af ástæðum, sem eg vil ekki greina hér. En eg hygg að þelta verði ekki gert i nánustu framtíð. Að slíkri reglugerð yrðu heldur ekki mikil not til langframa, þar sem kröfur kaupendanna breytast með hverju áii, og það hefir ver- ið álitið helsta boðorðið, að leitast við að gera þeim til hæfis eins og mögulegt er. Enda virðist það óhjákvæmilegt, ef keppi- nautar eiga ekki að bola okkur út af markaðinum. Fjórðungsþingið hefir gert ákveðna til- lögu um eitt atriði, sem það vill láta setja ( umrædda reglugerð. Það er um stærð fiskjarins. En mjög fer lillagan i bága við þær kröfur, er kaupendur gera um stærð- ina, og eg hygg, að ef þessu stærðarmáli væri slegið föstu, sem ófrávíkjanlegri reglu, yrði það drjúgt spor í állina til þess, að spiila áliti fiskjarins. Kröfur kaupenda um slærð, fara mjög í þá átt að fá sem stærstan fisk. Hin við- tekna regla er nú sú, að i stórfiski sé ekki srnærri fiskur en yfir 18 þuml. En 47 cm. mál ör ekki fullir 18 þuml. og því væri um að ræða smækkun á stórfiskinum. En nú er fjarri þvf, að kaupendur sælli sig við 18 þml. mál. Þvert á móti er nú að jafnaði heimtað annað hvort að fiskurlnn sé 20 þuml. og þar yfir, eða ákveðin tala t. d. 96 eða 100 fiska i skippund, og er þá um vænan fisk að ræða. Millifiskur var sá fiskur einu sinni nefndur, sem var frá 16 — 18 þuml., en með tillögu Fjórð- ungsþingsins, yrði það mál fært niður i 151/‘í þuml. — Nú er fiskur undir 18 þuml. naumast nefndur millifiskur og að eins keyptur sem smáfiskur og kallaður því

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.