Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1926, Qupperneq 14

Ægir - 01.01.1926, Qupperneq 14
6 ÆGIR »Fjórðungsþingið skorar á sijórn Fiski- félags íslands að hlutast til um, að breyting á lögum um Fiskiveiðasjóð verði lögð fram fyrir næsta alþingi og verði breytingin í líkingu við það er síðasta Fiskiþing samþyktk. Tillagan samþykt með öllum greiddum atkvæðum. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi frestað til næsta dags. Fundur seltur aftur 11. desember kl. 1 e. b„ þá tekið fyrir: 3. Fiskimalið. Eftir miklar umræður var svobljóðandi tillaga frá nefndinni samþykt með 5 at- kvæðum gegn 2. »Par sem sýnilegt er, að meðferð á fiski hefir verið ábótavant alUíða síðustu árin, og orsökin er einkum sú, að fiskur hefir gengið kaupum og sölu innanlands, og verið keyptur úr útlendum skipum ómet- inn, í báöum tilfellum oft ómatsbæfur þ. e. ekki fullsaltaður eða fullstaðinn. — Þá skorar Fjórðungsþingið á Fiskiþingið að beita sér fyrir því við alþingi, að hert verði á ákvæði 4. liðs 1. greinar fiskimatslaganna þannig, að þess verði stranglega gætt, að enginn óverkaður saltfiskur gangi kaup- um og sölu innanlands, ómetinn, eins og tíðkast befir, nema bann (fiskurinn) sé ætlaður til neytslu í landinu sjálfu«. Enn fremur lagði nefndin í þessu máli fram svohljóðandi tillögu um fiskiflokkun, sem samþykt var í einu liljóði: »Fjórðungsþingið skorar á Fskifélagið að beita sjer fyrir því, að samin verði reglu- gerð handa fiskimatsmönnum og sé þar sér- slaklega tekiðfram: 1. Útlit hverrar fiskiteg- undar. 2. Stœrð hverrar tegundar þanrrig, að sá fiskur, sem er yfir 47 cm. sje talinn slórfiskur. Alflattur fiskur frá 40—47 cm. sé talinn millifiskur. Labradorfiskur sé sá fiskur talinn, sem er yfir 28 cm. og er labradorflattur og aðgreinist hann þá ein- ungis i fyrsta og annan flokk en hand- fiskur hverfi. 3. Að afráðion verði tegund- armerki á öllum útfluttum fiski. 4. I reglu- gerðinni sé enn fremur ákveðið hve lengi fiskur þarf að liggja í salti stystan tíma til þess að hann verði talinn matshæfur«. 4. Bjargráð á sjó. Eftirfarandi tillaga samþykt í einu hlj.: »Fjórðungsþing skorar á Fiskiþingið að beita sér fyrir að stofnaður verði bjarg- ráðasjóður og vill benda á hvort eigi muni vera framkvæmanlegt að afla sjóðnum tekna með þvf: A. Að fengin verði lagaheimild fyrir á- kveðnu hundraðsgjaldi af öllum út- fluttum fiski, er reuni í sjóðinn. B. Að öll skip er greiða eiga vitagjald greiði jafnframt ákveðið gjald af hverri rúmlest er renni í Björgunarsjóðinn. C. Að semja við þau félög er farþega- skip hafa hér við land í föslum ferð- um um að leyft verði að festa upp aurabauka í þau til ágóða fyrir sjóð- inn«. Enn fremur kom nefndin fram með eftirfarandi tillögur, sem samþyktar voru í einu hljóði: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag ís- lands að beita sér fyrir því, að eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra verði framkvæmt hetur en verið hefir. — Telur FjórðungsþÍDgið að bót mundi verða að því, að eftirlitsmaður ríkisins fari eftir- litsferðir um veiðistöðvar landsins meðan á veiði stendur«. — »Fjórðungsþingið skorar á fiskiþingið að beita sér fyrir því, að framvegis séndi veðurstofan daglega veðurskeyti og veður- spár í allar veiðistöðvar landsins, er síma- samband hafa og séð verði um að síma- stöðvarnar vanræki ekki að birta veður- skeytin og spárnar þegar i stað«.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.