Ægir - 01.01.1926, Blaðsíða 15
ÆGIR
7
5. Hafnarbœtur á Hornafirdi.
Svo hljóðandi tillaga var borin upp og
samþykt:
»FjórðungsþÍDgið ítrekar fyrii meðmæli
sín með framkvæmd kafnarbóta á Horna-
firði og beinir því til fulitrúa fjórðungsins
að flytja það mál á fiskiþinginu«.
6. Samgöngur.
Svohljóðandi tillaga borin upp og sam-
þykt:
»í tilefni af því, að nú á seinni tímum
er þannig komið útvegsmálum Austfirðinga,
að þeir verða að flytja sig til með útveg
sinn eftir vertíðum, ýmist til Hornafjarðar
eða norður til Skála og Raufarhafnar, tel-
ur Fjórðungsþingið því að nauðsynlegt sé
að bæta samgöngur að miklum mun á
þessu svæði, einkum á vissum tímum —
enda margar óskir komið í þá ált — en
hinsvegar miklum og margvíslegum öið-
ugleikum bundið með alla aðdrætti. —
Fjórðungsþingið vill því skora á fiskiþingið
að það beiti ábrifum sínum við alþingi um,
að það veili riflegan styrk til samgöngu-
bóta á þessu svæði og biýn nauðsyn væri
á því, að samgöngunum yrði komið sem
allra fyrst í fast form í líkingu við það,
sem tíðkast á öðrum slöðum, svo sem við
Faxaflóa og ísafjarðardjúp«.
Að þessu loknu var fundi frestað til
næsta dags.
Fundur settur aftur 12. desember kl. 1
e. h. og þá lekið fyrir:
7. Fiskiveiðatilraunir.
Eftir nokkrar umræður var borin fram
svohljóðandi tillaga og hún samþykt með
öllum greiddum atkvæðum. —
»Fjórðungsþingið skorar á fiskiþingið
og stjórn Fiskifélags íslands að beita sér
lyrir því við alþingi að á næstu árum
veiði veitt ríflegt íé úr ríkissjóði til fiski-
veiðatilrauna. —
1. Leitað sé nýrra fiskimiða og reyndar
séu nýjar veiðiaðferðir með veiðarfær-
um sem eigi eða lítið hafa áður verið
notuð á þeim svæðum, þar, sem til-
raunirnar fara fram. —
2. Að rannsakað verði hverskonar út-
vegur muni verða arðvænlegaslur i
hverjum landshluta eða útvegsstað. —
3. Að rannsakað verði, bvoit eigi er unt
með bæltu fyrirkomulagi að reka
þenna útveg, sem við höfum, með
minni áhæltu og meiri arði en nú er.
4. Að tilraunum þessum og rannsóknum
loknum. verði gerðar tillögar um breyt-
ingu eftir því sem álitið yrði heppi-
legast fyrir útveginn«.
Ennfremur var samþykt eftiifarandi lil-
laga í sama máli. —
Fjórðungsþingið leyfir sér að fara þess
á leit við Fiskiþingið að það: —
1. Rannsaki hvort fáanlegur muni vera
markaður utanlands fyrir hákarl og
hákarlsskráp og hvernig heppilegast
sé að verka þessar tegundir fyrir
markaðinn. —
2. Rannsakað verði hvort fáanlegur muni
vera arðvænlegur markaður utanlands
fyrir smáufsa í einhverju ástandi og
hvernig heppilegast væri þá að verka
ufsann fyrir slíkan markað«. —
Rá var tekið fyrir næst:
8 Vélgœzla á mátorskipum.
t því máli var borin fram svohljóðandi
tillaga og var hún samþykt. —
Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að
beita sér fyrir þvi, að hert verði inntöku-
skilyrði þau, sem sett eru í reglugjörð
fyrir námskeið Fiskifélags íslands í mótor-
vélfræði og leyfir sér að benda á, að sett
verði einnig þau skilyrði fyrir inntöku á
námskeiðið, að umsækjandi hafi áður stund-