Ægir - 01.04.1930, Síða 17
83
Æ G I R
grjót, fiskurinn orðinn þunnur og ólseig-
ur og húinn að missa allan upprunaleg-
an safa sinn. Kaupendur kvarta lika
undan þessu og' vilja að fiskurinn sé
þykkur, sem vitanlega er ómögulegt eftir
þessa meðferð.
Nokkur bót er að því að flvtja fisk-
inn út á skipi með millidekki. En oftast
eru þau skip, sem það hafa stór og djúp
og það kemur ekki að lialdi nema þeim
fiski sem er á millidekkinu. Með þessu
verður því ekki bætt úr göllunum nema
að litlu levti, og til þess sé ég ekki nema
eitt ráð, en það er, að fli/tja fiskinn út í
kössum. Með því má hæði hæta úr undir-
vigtinni og koma fiskinum á markaðinn
þykkum, mjúkum og óskemdum.
Umhúðaefni (strigi, hönd og garn) um
50 kg. kosta nú um 70 aura. Ég livgg að
efni i % þuml. þykkan trékassa, hæfi-
lega stóran um jafnmikinn fisk kosti í
kring um 2 kr. og miða ég það við verð
sildarkassa í Noregi að viðhættu flutn-
ingsgjaldi liingað, og einnig við verð á
kössum um 100 kg„ sem ég sá danskt
firma nota i vor i Kaupmannahöfn um
% þurran fisk til Barcelona. Til varúðar
ætla ég að áætla verðið kr. 2,50 á kassa.
Vinnukostnaður við pökkun er líklega
svipaður livort pakkað er i striga eða
kassa. Aukning á umbúðakostnaði vrði
þá kr. 1,80 á 50 kg. En með því að i)akka
í kassa má trvggja það, að undirvigt á
pressufiski og óverkuðum fiski verði ekki
ineiri en á Lalirador stvle. Geng ég þá
út frá að pressufiskúriiin léttist um 2%
1 kössunum, en þá er munurinn um 12%
móts við að pakka í striga, samkv. því,
sem áður er sagt. Ef miðað er við 50 aura
verð fvrir kg. þá er vinningurinn kr. 1,20
íi kassa frani vfir aukinn umhúðakostnað.
Miklar líkur eru til að vinningurinn yrði
þó meiri, því kassafiskurinn þyrfti senni-
iega ekki að vera jjressaður fram yfir
venjulega stöðu i salti, lieldur aðcins
þveginn og umsaltaður og vatnið látið
renna af honum. Mest væri þó um það
vert, að fiskurinn kæmi á markaðinn
i góðu ástandi, þvkkur og mjúkur og með
lítilli eða engri undirvigt.
Taka verður tillit til þess, að farm-
þungi nnmdi aukast um 7—8% við flutn-
ing í kössum, og rúmtak um allt að 20%
eftir því, sem einn útflvtjandi hefir sagt
mér. En af því að farmgjald á fiski er
miðað við þunga, virðist rétt að miða
við hann og mundi þá kostnaðurinn á
farmgjaldi nema 20—30 aura á kassa.
Hér er nú að vísu um áætlun að ræða,
en tfienn kunnugir þessum lilutum sjá,
að hún er ekki gjörð út í loftið. Þó um
engan heinan liagnað væri að ræða, þá á
samt að taka upp þennan hátt með flutn-
inginn, til þess bæði að forðast undir-
vigtina og tryggja góða vöru.
VII.
Sú skoðun ryður sér nú mjög til rúms,
að menn eigi heldur að neyta nýrrar
fæðu en saltmetis. Saltfiskur er því ekki
vel fallinn til þess að ná mikilli út-
breiðslu annarsstaðar en ])ar, sem erfitt
er að fá nýjan fisk eða hann er of dýr
fyrir almenning. Þó er ekki ólíklegt að
neysla saltfiskjar geti aukist eitthvað, ef
sölufyrirkomulagið til neytenda væri
annað en nú er alment. Einhversstaðar
sá ég þess getið nýlega, að alræðismaður
ítalíu, Mussolini, hvetti til aukinnar salt-
fiskneyslu, af því saltfiskur væri Iioll og
ódýr fæða. Að undirlagi hans hefði bæj-
arstjórnin i Milano komið upp fisksötu-
húðum, þar sem fiskurinn væri seldur úl-
hlevttur og tilbúinn til neyslu, og að við
það hefði saltfisksneyslan þar aukist um
helining. Það var okkur sagt í Genua að
i italska hernum væri fyrirskipað að
neyta saltfiskjar einu sinni í viku. Ráð-