Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 5

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 5
ÆGIR 191 Uanmarks Fiskeri og Havundersögelser) °g fleiri þjóðir haft með höndum mjög yfirgripsmiklar rannsóknir að því er snertir hafið kringum Island, og megum við vera þeim þakklátir fyrir, en hér er um svo mikið starf að ræða að það út- heimtir miklu meira fé of krafta en enn þá hefir verið til þess varið, og er ekki að búast víð að á næstu árum verði mikið klárað af því, sem ógert er á þessu sviði þó að einn maður verði settur í Það óskiptur, svo mikið er hér eftir ógert. Að vísu er búist við að Danir haldi afram rannsókn sinni hér við land eftir sem áður, og er þvi tryggð samvinna millj þessa starfsmanns Fiskifélagsins og þeirra rannsókna, enda má búast við að Unnið verði í Danmörku úr ýmsum þeim rannsóknum, sem hann kann að gera hér heima, enda erum við vel settir meðan að professors Joh. Shmidts, hins h'æga danska fiskifræðings nýtur við, er hefir með höndum yfirstjórn fiskirann- sðknanna dönsku, og hefir margoft sýnt það áður að hann er Islendingum vel- ^fjaður og hefir haft mikinn áhuga fyr- lr fiskirannsóknum hér við land. hiskifélagið gengur því hér inn á nýja hraut, þar sem það fer að íaka að sér sJálfstæðar vísindarannsóknir á hafinu Vlð Island, en þetta má ekki skoða nema sem litilfjörlega byrjun, því framtíð fiski- Veiðanna, hér eins og annarstaðar, hlýt- Ur að verða sú, að þær séu byggðar a visindalegum grundvelli, og þau lög- ^ál, sem liggja til grundvallar fyrir göngu °8 tilveru fiskanna og fæðu þeirra, Verði öllum þeim kunn, sem atvinnu þá sfanda og lifsuppeldi sitt hafa af fiski- Veiðunum, með þvi að veita fiskimönn- UQnm þá fræðslu og þekkingu, veitist ,m haegara að greina á milli þess sem Veit til framfara á sviði atvinnu vetarins o gamalla hindurvitna, sem óhjákvæmi- lega hljóta að gera vart við sig er stórar umbreytingar eiga sér stað eða miklar sveiflur er á göngu fiskanna eða fram- leiðslunnar, en lögmálið, sem stjórn- ar óþekkt. Hver skyldi t. d. geta reiknað með tölum það tjón, sem þjóðin og ein- staklingarnir hafa orðið fyrir og verða enn þá af völdum ýmsra laga og fiski- veiðasamþykkta, sem hamla eðlilegri framþróun atvinnuvegarins, draga úr framfaraviðleilninni og halda þeim at- hafnamönnum niðri, sem brjóta vilja ís- inn og ganga nýjar leiðir á sviði fiski- veiðanna, af því að fjöldinn er ekki bú- inn að sjá leiðina, eða búinn að fá fulla sönnun fyrir að það sé til þjóðþrifa. T. d sá ég það nýlega að því var haldið fram að banna bæri að nota ferska síld til beitu á sumum stöðum á landinu fyrr en svo áliðið væri að frosna síldin væri uppgengin, eða svo mikið væri orðið um nýju síldina, að allir gætu veitt sér hana á ódýran hátt. í öðrum stað sá ég það fordæmt að h.f. »Kveldúlfur« hefði gert tilraun með að flytja frosinn fisk fersk- an til Miðjarðarhafslandanna, af því að þær þjóðir er þar búa keyptu mest af okkar saltfiski og mundu því hætta því af því að þeim þætti ferski fiskurinn betri, eins og það væri verra fyrir okkur að geta losnað við fiskinn ferskan, heldur en að liggja með hann í salti 6—12 mán- uði og verða þá að selja hann fyrir verð, sem oft ekki samsvarar framleiðslu- kostnaði. Þá hefur Fiskifélagið ennfremur und- anfarandi, styrkt einn íslending, Fórð Þorbjarnarson frá Bíldudal, til náms við Dalhousie háskóla í Halifax, sem er eini háskóli i heimi, sem veitir fullkomna »tekniska« fræðslu á sviði fiskveiðanna, og þess iðnaðar er stendur í sambandi við þær og er það fyrirfram tryggt að þessi maður að náminu loknu — sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.