Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 7

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 7
ÆGIR 193 þau o. s. frv. Félag þetta er enn til, en er orðið alláhrifalítið, enda gat það ekki verið sú undirstaða sem hægt væri að kyggja á þegar gera átti stórfeldar til- lögur eða umbætur á sviði fiskiveiðanna. Það fór þar fljótt svo, að stofnuð var Fiskimálaskrifstofa ríkisins (Fiskeridi- rektoratet) 1906, sem fékk í sinar hend- uf umsjón og eftirlit með þeim málum, er fiskiveiðarnar snerta, bæði vísinda- lega og praktiska, og hefur fiskimála- stjórnin norska nú í sinni þjónustu fjölda starfsmanna, sem starfa að vísindalegum tilraunam á sviði fiskiveiðanna, og að fiskirannsóknum. Sömuleiðis heyrir mat sjávarafurða, t. d. fisks og lýsis undir hana, sömuleiðis undirbýr hún þau mál er fiskiveiðarnar varða undir ríkisþingið, eða það leitar umsagnar hennar áður en ákvörðun er tekin. Þrátt fyrir þetta þykir ekki Norð- toönnum fiskiveiðamálin enn þá nægi- lega aðgreind frá öðrum atvinnumálum, °g eru nú á seinni árum töluvert há- værar raddir um að fá sérstakt fiski- ruálaráðuneyti. Þrátt fyrir þetta eru í Noregi mörg mjög áhrifamikil félög, sem starfa að samheldni meðal fiskimanna, eða sam- kaupum og sölu á afurðum þeirra og vil ég i því sambandi benda á ýmislegt sem áður hefir verið skrifað í Ægir, t. d. Kr. •lónsson bls. 9. 1. tbl. 1927 og Arngrím- Ur Bjarnason bls. 18, 1. tbl. 29. Sama er að segja um Danmörku, og eru þó ekki fiskiveiðarnar eins þýðing- armiklar fyrir Dani hlutfallslega, sem °kkur, að þrátt fyrir það þó að þeir hafi mjög umfangsmikinn félagsskap meðal fisltimanna sinna, þá hafa þeir samtsér- stakan skipaðan fiskimálastjóra, sem er ^únaðarmaður stjórnarinnar i fiskiveiða- juslum og hefur umsjón með fram- væmdum á þeim, en þó hafa Danirnú nýlega stofnað sérstakt siglinga- og fiski- málaráðuneyti, en hingað til hefur fiski- málastjórinn og störf hans heyrt undir landbúnaðarráðuneytið. 1 þessu eins og svo mörgu öðru get- um við farið nokkuð eftir reynzlu ná- grannaþjóðanna, enda höfum við á mörg- um sviðum, sem ekki eru þýðingarmeiri, gengið þessa braut, t. d. er sérstakur fræðslumálastjóri fyrir fræðslumálin, vitamálastjóri, vegamálastjóri o. s. frv. sem heyra beint undir tilsvarandi skrif- stofur stjórnarráðsins, sem svo hafa yfir- umsjón hver sinna mála, og eru þeim kunnugir, enda tekið tillit til umsagna þeirra bæði af stjórn og þingi. Það er því einkennilegt, enda alveg óafsakanlegt að láta jafnalvarleg og þýðingarmikil mál eins og okkar aðalatvinnuveg vera eins afskiftinn, eins og nú er. Eg veit að margir lita svo á, aðFiski- félagið geti verið og sé einskonar fiski- málaskrifstofa ríkisins, en svo er ekki, enda hefur það komið fram iðulega bæði á Alþingi og utanþings, t. d. hafði vita- málastjóri á sínum tíma samið og lagt fram frumvarp um vitabyggingarkerfi landsins, en þó gert ráð fyrir því í lög- unum að rikisstjórninni væri heimilt að breyta um legu vitanna eftir því sem hentugra kynni að þykja i samráði við vitamálastjóra og Fiskifélag Islands, þetta fellir ríkisstjórnin niður seinna, þegar hún leggur málið fyrir Alþingi, með þeim ummælum, »enda hálfóviðkunnan- legt að lögfesta einkafélag sem ráðunaut«, (Stj.t. 1923 þskj. 19). Þetta er alveg rétt- ur skilningur hjá ríkisstjórninni, félagið er eftir eðli sínu einkafélag, þó að það hafi allar sínar tekjur frá rikinu, og er þar af leiðandi áhrifaminna i starfi sínu en annars væri, og kemur þjóðinni þar af leiðandi að miklu minni notum en ella, og er það merkilegt að útgerðar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.