Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 9
ÆGIft 195 Fiskiðnaður. Stúdent Póröur Porbjarnarson frá Bíldudal, sem er styrkþegi Fiskifélags íslands og stund- ar nám við Dalhousie-háskólann í Halifax í Nova Scotia, Canada, og hefir fiskiðnað að aðal-námsgrein, hefir í bréfi til Fiskifélagsins dags. 15. júní sl., skýrt frá eftirfylgjandi: »Ég gat þess í síðasta bréíi mínu til Fiskifélagsins, að ég hefði atvinnu bjá fiskverkunarfélagi í Halifax yfir sumar- mánuðina. Ég hefi farið úr einni deild verksmiðjunnar í aðra og dvalið eina eða tvær vikur í hverri. Er svo til stillt, að þegar sumarfríið er á enda, hefi ég Unnið að flestu eða öllu, sem félagið hefir á starfsskrá sinni. Sem stendur vinn ég í brinel)-ivysti verksmiðjunnar; notuð er hin svokallaða Nordic aðferð. Fiskur- ^on, sem frystur er, er í öllum tilfellum heinlaus og roðlaus, nema um kola sé að ræða. Aðferðin er í því fólgin, að fiskurinn er bleyttur í sterkri sykur- saltblöndu og því næst raðað á alumin- ^umplötur, sem svo eru látnar inn í frystana. Fiskurinn er frystur í 50—70 minútur eftir þykkt, því næst snyrtur iil með hníf og pakkaður. Frystarnir eru þannig gerðir, að noíuð eru hólf, gerð á svipaðan hátt og hólf í Terma rafmagns- vúi. nema hvað pípur koma í staðinn iyrir gorma, og öll eru hólfin gerð úr aiuminium, þar sem nauðsyn krefur, að úotaður sé góður hitaleiðari. Þegar fryst er. er sent kalt brine gegnum pípurn ar (-5-40°C.). Plöturnar, sem fiskurinn er a. frjósa þá á svipstundu og þannig er niynduð ágæt hitaleiðsla fisksins, sem ir5’s á plötunum, enda þótt loftið i kring- unt hann séí kringum 0° C. Aðferðin er ekki mjög fljótleg, en skilar afar góðum Brine = pækill. fiski. Sagter að fyrir hann fáist 60 cent pr. pund (454 gr.) suður í New York. Fyrir 11 mánuðum síðan urðu eig- endaskifti að þessari verksmiðju. Áður hafði verið notuð önnur tegund brine- frystingar, sem bæði var fljótvirkari og sparneytnari, en nýju eigendurnir létu breyta til, sennilega vegna þess, að þeir eiga margar aðrar verksmiðjur, sem vinna á þessum sama grundvelli, og markaður þeirra hefir verið byggður upp með tilliti til þess, sem þær framleiða. Áður en ég kom í þessa deild vann ég í fiskimjölsdeild félagsins. Eg mun hafa getið þess i bréfi til Fiskifélagsins í vetur, að á togurum hér væri allur úr- gangur hirtur. Petta er ekki rétt, að því leyti, að innýfli úr fiski, sem er opnaður, eru ekki hirt; en hinsvegar er ekki haft fyrir að opna úrgangsfisk til að kasta úr honum innýflunum. Yfirleitt hefir það sýnt sig að innýfli innihalda of mikið af vatni til þess að það borgi sig að vinna úr þeim mjöl. — Fiskimjölsdeildin fær úrgangsfisk frá sex togurum, þar við bætist að hún fær beinagrindur og roð af fiski, sem unninn er í öðrum deild- um verksmiðjunnar. — Vélarnar, sem notaðar eru, eru þýzkar, enda fiskimjöl- ið selt til Þýzkalands. Á sólarhring malar myllan 200 poka af mjöli (110 Ibs. hver). Þeir eru seldir hér á 5 $ á staðnum og þannig framleiðir verksmiðjan fyrir 1000 $ á sólarhring, eða 365,000 $ á ári, því að aldrei fellur úr dagur. Þegar tekið er tillit til þess, að í verksmiðjunni vinna að staðaldri að eins 10 menn og annar kostnaður við hana er mjög lítill, þá er auðsætt að mikill hagnaður er af rekstr- inum, enda er það álit flestra. Eftir þess- um útreikningum að dæma, þá munu islenzku togararnir kasta úrgangi, sem unninn yrði 10,000,000 kr. virði og mun það ekki hátt reiknað...........«

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.