Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 8
Í94 ÆGIR menn og fiskimenn þessa lands, skuli ekki fyrir löngu hafa gert háværar kröf- ur um að þessum málum væri komið í öruggara og fastara horf, en það hefur blekkt menn um of, að margur hefur staðið í þeirri meiningu, að grundvöllur Fiskifélagsins væri öruggari, enda mundu tillögur í þá átt koma þaðan, en þess er ekki að vænta, enda vantar áhuga deilda félagsins fyrir þessum málum yfir- leitt, sem bezt sézt á því, að síðasta Fiskiþing dæmdi sjálft 8 fulltrúa ólög- lega kosna af 12 fulltrúum sem sæti áttu á þinginu. f*á er það ennfremur einkennilegt að Alþingi, sem undanfarandi heíur veitt — eftir okkar mælikvarða — Fiskiíélag- inu stórar upphæðir árlega, skuli ekki hafa skift sér frekar af þeim málum, eða tryggt það að fé og starfskraftar fé- lagsins kæmu að sem beztum notum. Væri stofnuð fiskimálaskrifstofa ríkis- ins, sem hlýtur að verða fyr eða síðar, og má helzt ekki dragast lengi, þar sem árlega verða jafn miklar framfarir og breytingar á sviði fiskiveiðanna og und- anfarandi hefur verið, þá ríður á að tryggja það samband sem bezt á milli ríkisins og hinna einstöku starfandi deilda og félaga. Heppilegast teldi ég að breyta Fiskifélaginu og stjórn þess í Fiskimála- skrifstofu ríkisins og kæmi þá fiskimála- stjóri í staðinn fyrir forseta félagsins, en deildirnar mynduðu þá fiskiráð við hlið hans, yrði þá Fiskiþingið ráðgefandi stofnun líkt eins og er nú bæði í Noregi og Danmörku. Breyting í líka átt og hér er farið fram á, hefði að minnsta kosti fyrst um sinn, engan aukinn kostnað i för með sér fyrir ríkið, því það fé sem Fiskifélagið fær frá ríkinu og greiðir nú starlsmönnum sinum, er nægilegt til kaupgreiðslu þess- ara starfsmanna sem hér er gert ráð fyrir, en með þessu fyrirkomulagi ætti formaður fiskmálanna (fiskimálastjórinn), betri aðstöðn til að koma áhugamálum fiskimanna og útgerðarmanna í fram- kvæmd, þar sem hann verður starfs- maður ríkisins, og því síður hægt að ganga framhjá tillögum hans, heldur en með núverandi fyrirkomulagi. Það voru norsku fiskimennirnir og fiskifélagsdeildirnar, sem börðust fyrir því að koma þessari breytingu á þar og hefur það gefist mjög vel, og ég efast ekki um að sama mundi verða hér, enda er þörfin hér enn þá brýnni, því að þó að Norðmenn eigi mikið undir fiskiveiðum sínum, þá eru þær þó enn þá meira lífsskilyrði fyrir okkur, þar sem atvinnuvegir okkar eru enn þá fá- breyttari en þeirra, og því enn þá meira átt á hættu fyrir okkur meðan fyrir- komulagi þeirra er ekki komið í tryrggt horf. Nú fer að nálgast sá tími að deildir Fiskifélagsins fara að starfa, og væri því vel farið að þær tækju þetta mál til at- hugunar og létu svo írá sér heyra um það, sömuleiðis verða fjórðungsþing lík- lega haldin í haust og má því vænta til- lagna frá þeim í svona máli. K. B. Veiði Færeyinga við Grænland. Færeyjaskipin, sem stunduðu veiðar við Grænland í sumar, hafa fiskað ágæt- lega. Þann mánaðartíma, sem talið er, að þau liafi verið á veiðum, varð afli þeirra samtals rúmar 3 milliónir þorska. Flutningaskip þau, er tekið hafa móti aflanum við Grænland, eru nú á heim- leið. (10. sept.).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.