Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 11

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 11
ÆGI R 197 sem áður var skipstjóri á »Solör« og er hann einn af þekktustu og dugmestu formönnum Björgunarfélags Norðmanna. G. S. Atvinnuleysið í Ameríku. Atvinnuleysið var mjög mikið í Amer- iku síðastliðinn vetur. Eftir kauphallar- hrunið í október voru ýmsar nefndir skipaðar til þess að ráða bót á þessu. Framleiðslunni átti að reyna að halda í sama horfinu, og yfir höfuð var mikið um það talað, að leggja mikið í sölurn- ar, bæði af hálfu þess opinbera og frá einstaklingum. En eigi leið á löngu áður en það kom i ljós, að erfitt myndi og jafnvel óger- legt, að koma þessum ráðagerðum í framkvæmd. Að vísu er ekki hægt að segja um með vissu, hve atvinnuleysi er ^ikið í Ameríku, en gert hefir verið ráð fyrir, að þar mundu ekki vera færri en 7—8 milliónir manna atvínnulausir. 1 einstaka borgum hefir þetta verið rannsakað. í Boston var til dæmis í aprílmánnði s. 1. 40 þús. atvinnulausir af 400 þús, uppkomnum íbúum. Bendir Þessi tala á það, að hér sé mikil alvara a ferðinni, og má geta þess til saman- hurðar, að í Þýzkalandi eru atvinnulaus- lr ekki taldir nema 5°/o, °g er ástandið Þar þó talið alvarlegast í Norðurálfunni. ^ Cincinnati voru ca. 17 þús. atvinnu- ^ausir af V* millión ibúum, og i Chigaco er talið, að atvinnuleysi hafi aldrei verið ^eira en nú siðan 1914. Bezta sönnun þess, að hér sé með rétt farið, er það, að iðnaðarmenn í bæjunum eru farnir að snúa sér að land- búnaðarvinnu. 1. apríl 1930getur »Bureau °f Agricultural Eeonomics« þess, að framboð eftir landbúnaðarvinnu hafi ver- ið mun meiri en eftirspurnin, í norður- ríkjunum t. d. 13°/o og í vesturríkjunum 21°/». Síðan 1923 hefir kaupið þó ekki verið jafn lágt og nú; sumsstaðar í suð- urríkjunum ekki nema 34 doll. á mánuði. Formaður American Federation of Labour skýrði svo nýlega frá, að at- vinnuleysistalan hefði stöðugt farið hækk- andi siðan í ágúst í fyrra, og ekki útlit fyrir að þetta færi nokkuð batnandi. En þrátt fyrir þelta er þó enginn áhugi fyrir atvinnuleysistrj^ggingum, jafnvel þó ýms- ir þjóðmegunarfræðingar telji þá leið heppilega. Eru Ameríkumenn hræddir um, að það muni hafa skaðleg áhrif á atvinnulífið, ef þær tryggingar verða al- rmennar. Aflur á móti ræða menn þa ýmsar aðrar tillögur með áhuga, svo sem 5 tíma vinnudag, að nota afgang af siðasta árs framleiðslu, að mynda at- vinnuleysissjóð og margt lleira. En allt þetta hefir orðið að litlu liði, þvi eins og áður hefir verið frá skýrt, fer atvinnu- leysið vaxandi, og horfurnar allt annað en glæsilegar í þessa átt. (Úr Tidskrift for Industri). „Hænir*. Eins og getið er um í síðasta tbl. »Ægis« strandaði mótorskipið »Hænir» (áður »lsbjörn«) við Rifstanga, aðfara- nótt hins 25. ágúst s. 1. Skipinu náði varðskipið »Ægir« út 8. september og fór með það til Akureyrar. Verður þar athugað, hve miklar skemmdir hafa orðið. Vátryggt var það hjá »Samtryggingu íslenzkra botnvörpunga«.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.