Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 25

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 25
ÆGÍÍl 211 Fiskveiðasjóður tekur að veði, skal því að eins teljast til virðingarverðs fasteign- arinnar, að húsin séu vátryggð í vá- tryggingarstofnun, er stjórn sjóðsins tek- ur gilda. 1 reglugerð sjóðsins má ákveða, að Fiskveiðasjóður annist vátryggingar þeirra eigna, sem veðsettar eru fyrir láni úr sjóðnum, og innheimti iðgjöldin á gjald- dögum lánsins, ef stjórn sjóðsins ákveð- ur svo. 12. gr. — Nú er lán úr Fiskveiðasjóði eigi greitt á réttum gjalddaga, eða veðið gengur svo úr sér eða rýrnar að veð- gildi, að það eigi er svo tryggt sem vera skal, eða nýr eigandi vanrækir að taka lánið að sér, og er þá stjórn sjóðsins heimilt að telja eftirstöðvar lánsins komnar í gjalddaga þegar, án uppsagnar. 13. gr. — Fegar lán er komið í gjald- daga, hefir Fiskveiðasjóðurinn heimild U1 að láta selja veðið við opinbert upp- boð, án undanfarins dóms, sátta eða Ijárnáms, samkvæmt tilskipún um fjár- forráð ómyndugra, 18. febr. 1847, 10. gr., eða láta leggja það Fiskveiðasjóðn- ttm út til eignar, ef þörf er á. Fiskveiðasjóður þarf ekki að láta neinn vera fyrir sína hönd við uppboðið, og skal þar ekki taka mótmæli skuldu- nauts til greina, nema þau, séu auðsjá- anlega á rökum byggð, og eigi er held- ur hægt að stöðva eða ónýta uppboðið nieð neinskonar dómskoti. Fiskveiðasjóðurinn ber hinsvegar á- byrgð á því, að skuldin sé réttogkomin i gjalddaga, og er skuldunaut rétt að höfða mál til endurgjalds á öllu þvi, er hann hefur skaðazt á uppboðinu, og öll- nm málskostnaði að skaðlausu. Fisk\eiðasjóðurinn getur samið svo úm við skuldunauta sína, að uppboð á veðsettum eignum megi fara fram í skrifstofu uppboðshaldara. 14. gr. — Nú er skip eða fasteignseld á nauðungaruppboði eða við gjaldþrota- skipti, og ber þá uppboðshaldara að rannsaka, hvort eignin er veðsett Fisk- veiðasjóðnum, og geta þess í uppboðs- gerðinni. Ef svo reynist, skal stjórn sjóðsins gert aðvart svo tímanlega, að hún geti látið fulltrúa sinn vera við upphoðið. 15. gr. — Fiskveiðasjóðurinn er und- anþeginn tekjuskatti og öðrum opinber- um gjöldum og sköttum, hverju nafni sem nefnast. Bækur sjóðsins, ávísanir, skuldbindingar, sem gefnar eru út af sjóðnum og í nafni hans, svo og skuld- bindingar, er veita sjóðnum handveðs- rétt, eru undanþegnar stimpilgjaldi. 16. gr. — Atvinnmálaráðuneytið hefur á hendi stjórn Fiskveiðasjóðs, þar til samningar takast við Útvegsbanka Is- lands um rekstur sjóðsins, eftir fyrir- mælum 10. gr. laga nr. 2 1930. Útlánsfé Fiskveiðasjóðs skal skipt sem jafnast eftir bátaútgerð í hverjum hluta landsins. 17. gr. — Reikningar Fiskveiðasjóðs skulu endurskoðaðir af 2 mönnum, er ráðherra skipar. Um störf þeirra og þóknun fyrir þau skal ákveðið í reglu- gerð sjóðsins. Stjórn sjóðsins skal á hverju miðju reikningsári gefa ráðherra stutt yfirirlit yfir hag sjóðsins, er birta skál í B-deild Stjórnartiðinda. Auk þess getur ráðherra hvenær sem er, krafizt allra upplýsinga um hag sjóðsins. Eftir hver áramót gefur sjóðstjórnin ráðherra fullkominn, endurskoðaðan ársreikning og skýrslu um hag og starf- semi sjóðsins á árinu. Ráðherra úrskurð- ar ársreikninginn, og skal síðan birta hann i B-deild Stjórnartiðinda. 18. gr. — 1 reglugerð fyrir Fiskveiða- sjóðinn má setja þau ákvæði um stjórn sjóðsins og starfrækslu, er nauösynleg

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.