Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 22
208 ÆGIR í Sevilla og hvervetna á Suðaustur- Spáni eru kælihús og er þar mikil verzl- um með linþurkaðan fisk; er sá fiskur af meðalstærð og samsvarar millfiski okkar. Ettir þesskonar fiski sækjast menn mjög og á þeim markaði gætum við haft góða aðstöðu, ef við færum að eins og aðrir, að blóðga og þvo fiskinn. Við ve.rðum að fá blóðgun á fiski og þvott á honum í salt, lögboðið, því þessum mark- aði verður Noregur að ná. Ut af þessu samtali blaðsins við yfir- fiskimatsmann Larsen, sem birt er í »Fiskeren« 27. ágúst þ. á., fær hann of- anigjöf í næsta blaði »Fiskerens« 3. sept. og þar er gefið í skyn, að það sæmi ekki norskum yfirfiskimatsmanni og sendimanni verzlunarráðuneytisins, að lasta þannig opinberlega norsku vöruna; það last muni verða lesið af kaupendum á Spáni og Portúgal, muni draga úr sölu norska fisksins, en mæla með þeim islenzka. Öll greinin er þannig rituð, að svo virðist, sem örðugt verði að lyfta Grettistaki því, sem Larsen bendir á, því vænta má, að almenningur fylgi greinarhöfundi nokkuð að máli. Fiskveiðar Svía. í skýrslu um fiskveiðar Svía árið 1928 er skýrt frá ýmsum ráðstöfunum, sem útgerðarmenn og fleiri, sem við veiðar voru riðnir, gerðu, ti! þess að auka fisk- veiðarnar og kom öllum saman urn, að nauðsyn bæri til, að leitað væri að fjar- lægum fiskimiðum og ennfremur að koma á, meiri fiskverzlun innanlands, svo eigi þurfi að flytja inn fisk frá öðr- um löndum, til neyzlu í landinu. Sök- um peningavandræða þeirra manna, sem viðriðnir voru fiskiveiðar, var enginn vegur að útvega fé til reksturs á fyrir- hugaðri áætlun, höfðu nokkrir þingmenn, sem leizt á þetta, borið fram frumvarp í þinginu, sem fór fram á, að rikið veitti styrk til fyrirtækisins. Þingið neitaði að verða við þessari styrkbeiðni. Virtust togaraeigendur, nsksalar og útflytjendur gramir mjög út af synjun þeirri, þar sem þeir höfðu bent á möguleika til aukinna fiskiveiða á stórum skipum með frysti- tækjum, svo auðið væri að flytja fyrsta flokks vöru heim, frá fjarlægum fiski- miðum og sú vara er jafnan í háu verði. Togaraveiðar. Árið 1925 voru togarar 50 að tölu og 1929, hafði þeim fækkað ofan í 22. Það ár fækkaði þeim um 9 skip; af þeim voru 7 seld til útlanda. Síðastliðið ár, stunduðu öll skipin veið- ar á neima-miðum og enginn sænskur togari var að veiðum við ísland. Hælt er að ráða skipshafnir upp á hlutdeild í afla, allir nú ráðnir upp á mánaðarkaup og premiu. Kaupið var þetta: Stýrimenn kr. 150-j-2.7% Vélstjórar — 160 + 2.9% Hásetar — 100 + 2.5% Hundraðsgjald þetta greiðist er brúttó- verð aflans fer fram úr 7.500 kr. á mán. Skipstjóri fær 4 af hundraði af brúttó- ágóða. Veiðitíma var skipt eins og að und- anförnu. Janúar — marz. Á því timabili var síldveiði stunduð. Sökum frosta og ísa- laga hélt togaraflotinn kyrru fyrir í febr. og marz og varð útkoma veiðanna tap. Apríl—júni. Aflabrögðvoru í með- allagi og sala sæmileg, en ágóði varð enginn. Júlí — október. Síldveiðin á þessu timabili var i góðu lagi og verðið hátt. Síldin var góð, og mikið var saltað. Fékkst gott verð fyrir saltsíldina. Seinni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.