Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 26

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 26
212 Æ G I R þykja, þótt ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir þeim í þessum lögum, enda fari þau ekki í bág við nein ákvæði í lög- unum. 19. gr. — Lög þessi ganga í gildi 1. jan. 1931, og eru þá jafnframt úr gildi numin lög nr. 52, 10. nóv. 1905, um stofnun Fiskiveiðasjóðs Islands, og lög nr. 29, 16. nóv. 1907, um lánsdeild við Fiskiveiðasjóð íslands, svo og önnur fyrir- mæli í lögum, skipulagsskrá og reglu- gerð, er fara í bág við lög þessi. í sambandi við þessi lög, voru »Lög nr. 47, 1930 um fiskveiðasjóðsgjald sam- þykkt; ganga þau lög einnig í gildi 1. jan. 1931 og hljóðar fyrsta grein þeirra svo: »Af öllum islenzkum fiskiafurðum, þar á meðal síld og sildarafurðum, hverju nafni sem nefnist, sem fluttar eru til út- landa, skal umfram lögmælt útflutnings- gjald til ríkissjóðs greiða í Fiskveiðasjóð íslands l/s°lo gjald af verði afurðanna«. Innflutningur á ferskum fiski til Ítalíu. Opinberlega hefir þegar verið skýrt frá tilraunum »Kveldúlfsfélagsins« að flytja frystan fisk til Italíu, sem lesa má í Nor- disk Havfiskeri Tidsskrift, 30. júni 1930 nr. 11, bls. 5, og vil ég þvi ekki draga lengur að skýra frá því er ég veit, þótt ætlun mín hafi verið að birta ekkert fyrr en meiri reynsla væri fengin um, hvern- ig verzlun þeirri reiddi af. Þrátt fyrir bann stjórnarinnar, að opna nýjar matvörubúðir, hefir útbú »Kveld- úlfsfélagsins« í Genua fengið leyfi til að opna 5 fisksölustaði; eru þrir þeirra í sjálfri borginni en tveir í úthverfum hennar, sem beita Genua-Sampier- darena og Genua-Sestri Ponente. Sömu- leiðis hefir félagið komið sölustöðum á fót i Álexandria og Torino, en enn hefir því eigi tekist að ná fótfestu í Milano. Norska gufuskipið »Anfinn«, sem hefir frystivélar, hefir nýlega verið hér í annað sinn; kom frá Barcelona, þar sem það hafði lagt mikið af frystum fiski á land. Verzlunin þar byrjaði vel, en hér voru ýmsir örðugleikar á að koma sölunni af stað. Fiskurinn er ágætur og ljúflengur, en það er miklum örðugleikum bundið, að gera hann kunnan manna á meðal. »KveldúIfur« hafði nefnt hann »fersk- an fisk« í auglýsingu sinni, án efa til þess að greina hann frá »verkuðum salt- fiski«, en afleiðingar út af þeirri auglýs- ingu urðu, að hið fascestiska fisksalafélag réðist á »Kveldúlfsfélagið« í blöðunum, sem ég held að aðeins verði til þess, að menn fari að veita fiskinum frekari ettir- tekt og er þannig ágæt auglýsing. Er ekki annað að sjá en salan gangi vel um þessar mundir, eftir því að dæma, sem selst hefir nú á dag: í Genua 200 kilo. - Torino 250 — - Alexandria 300 — Þótt þessar tölur séu lítið brot af skipsfarmi, verður að athuga, að fyrir- tækið er á byrjunarstigi og sannfæring mín er, að er tímar líða, muni verzlun þessi verða gróðafyrirtæki, þótt eigi sé hún orðin það enn, vegna mikilla út- gjalda, meðan verið er að koma verzl- uninni á laggirnar og sölufyrirkomu- lagi í rétt horf. (Frá danska ræðismanninum í Genua). Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Rikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.