Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 12
198 ÆGIR Sjómannamálfærið. Á það hefir ekki verið minnst um nokkurt skeið og mætti þó ætla, að skrif og stælur um það hefðu verkað þannig, að allt sé nú í bezta lagi, en því er ekki að fagna. Hingað koma ný skip, sem íslendingar eiga og stjórna og þeim fylgja ný áhöld, sem ekki hafa þekkst hér fyrr. Þegar skaði verður á skipsskrokk, reiða og áhöldum, semur skipstjóri eða stýri- menn skýrslu, sem framlögð er i rétti við sjópróf. Nöfn á innviðum skipa, eru á reiki og getur einn nefnt sama hlut- inn þessu nafni, hinn öðru, því festu vantar, en t. d. i skonnortu-skrokk, eru yfir 100 heiti á stórum og smáum hlut- um hvervetna þar, sem þær eru smíð- aðar og svo mun vera hér á skipasmiða- stöðvum, þótt almenningi sé hulið, en því verður að safna í heild og sömuleið-- is hlutaheitum í járnskipa-skrokkum. Sjóréttur á heimtingu á, að samræmi sé hér, eigendur skipa og vátryggingafé- lög sömuleiðis, og heiður þjóðarinnar krefst þess að nöfn á stóru og smáu á og í skipastól landsins sé svo, að aldrei verði misskilin, hvorki á einum né öðr- um stað — og á sjálfum skrokknum verður að byrja, sé þetta ekki lálið drasla eins og verið heíir — reiðinn ætti að koma þar á eftir, en ekki þó byrja á sigluhún. Látum nöfnin vera Ijót, það gerir minna til en að samræmi vanti. Hvervetna meðal siglingaþjóða er mál það, sem talað er á skipsfjöl, blandað aragrúa af orðum, sem hvergi finnast í orðabókum, og þar sem eitthvað í þá átt finnst, er útskýringin óljós ílestum, jafnt þeim, er ekkert hafa með skip að sýsla, og þeim er stunda atvinnu á fleyt- um þeim, er um höfin fara. Mörgum málfræðingum hefir blöskrað slíkt og reynt að finna upp orð, sem kæmu í stað hrognamálsins, og álitið það ósóma, að hvert land hafi ekki sitt eigið mál til þess að segja fyrir verkum á skipum, og í mörgum löndum, þar sem visindamenn eru með afbrigðum og tals- vert af þjóðardrambi, má nærri geta að þetta hefir verið á dagskrá oft og einatt. Enskir málfræðingar hafa margar ferðir farið til Ástralíu og Austur-Indlands á hinum miklu langferða seglskipum, og haft nógan tíma þá 3—4 mánuði, sem þeir voru á leiðinni, til að kynnast mörgu og miklu, sem fyrir augun bar, og ekk- ert er Ijósara en það, að bæði við mál- tíðir og á öðrum tímum hafi þeir rætt við yfirmenn skipsins, hvort eigi væri unnt að gefa ýmsar skipanir á réttu máli, eða að nefna hina ýmsu hluti á skipi nöfnum, sem heita mættu rétt mál, en til þessa dags stendur allt við sama, og nú eru liðin mörg ár síðan doktorar í málfræði, tóku sér far í aðrar heimsálf- ur á seglskipum; það ferðalag er hætt og gistihallir flytja nú farþega um höfin. Englendingar voru einnig það skyn- samir að fallast á, að ekkert mætti trufla sjómenn þeirra, og að þá yrði að láta í friði með allt sitt. Sigrar þeirra á sjónum meðan Nelson gamli var að hreinsa til, t. d. við Abukir 1. ágúst 1798, og i sjó- orustunni við Trafalgar, leyfðu engin af- skipti hvernig og með hvaða orðum sagt var til verka þar, og á timabilinu (1850 — 1890) mun enginn hafa treyst sér til að breyta nokkru i málfæri siglingamanna, nema þeir sjálfir, þegar lieimurinn las með undrun um hinar mikluferðir, sem Ástra- líuferðaskipin og Klipperskipin miklu, sem sóttu te til Kína, fóru, þegar þau skip urðu fræg um allan heim, sem fljótustu ferðir fóru, og skipstjórar þeirra skipa voru þjóðkunnir menn og frægir á sínu sviði. Frægasta enska skipið »Cutty Sark«,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.