Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 14
200 ÆGIR ekki hægt að gera fyrir náungann, og mál það, sem viðhaft er við slíka skip- un, ætti að vera notandi, þegar eftir því er breytt. Allir siglingamenn eru látnir í friði með mál það, sem þeir nota við störf sín á skipum, bókun í leiðarbækur er hvarvetna tekin gild og hlutir þar nefndir á skipsmáli. Á öðru væri ekki auðið að átta sig. Hvernig er ástatt hjá okkur er um þetta atriði ræðir? Það er svo, að fari það lengra en komið er með hitt og annað, sem farið er að skjóta inn í sjómál það, sem kom- ið var hér, þá fara siglingar að verða ótryggar. Bezti vottur sést á sumum dag- bókum, sem lagðar eru fram í rétti, þar sjást nöfn, sem vart eru skiljanleg. Sjódómarar eru aðaldómaranum til að- stoðar, þar sem varla er að vænta þess, að hann sé útfarinn siglingamaður, en það eiga sjódómendur að vera. Þeir skilja allir það sjómannamál, sem hér tíðkað- ist um aldamól, en nú kemur það fyrir. að þeir geta ekki fylgst með. Ástandið er orðið svo, að þeir sem sjóferða- eða sjóskaðaskýrslur eiga að semja eða skýra frá kennslu á sjóvinnunámsskeiðum, eru hikandi við að gera það eða láta þær frá sér fara; sjómönnum er illa við að gert sé gys að málfæri því, sem þeir hafa not- að og munu nota framvegis við vinnu sína. Mun þessi tilfinning þeirra komin at því, að síðustu árin hefir það heyrst, að auðvelt væri að skira allt á skipi og hafa allt hreina íslenzku. Þetta væri af- bragðs fyrirkomulag, en sé þetta nema vindur einn, þá ættu þeir, sem treysta sér til þessa að sýna það, að þeir þar fari að skipasmiða sið. Þeír byrja ekki á að smíða húninn á stórstöngina, held- ur á kjöl skipsins og byggja upp eftir. Svo byrja smiðir ekki fyrr en þeir vita hvort skipið á að vera gufuskip, barkur, brig, skonnertbrig, toppsegls-skonnorta, forenagter (fore and aft), skonnorta, gale- as, slup, jagt eða Tvedulle. Öll þessi heiti eru ekki til í máli okkar, en þýð- ingu síðasta orðsins má ffetta upp í flest- um islenzk-dönskum orðabókum, en hana set ég ekki hér sökum þess, að ég býst við, að engin skipshöfn mundi fást á þá skipategund, væri hún nefnd eftir þýð- ingunni, en þau skip hafa þó verið hér og verið kölluð skonnert-galeasar sbr. gamla Keflavíkin og Neptúnus, sem brann á Gufunesi. Auk hinna upptöldu teg- unda, eru hér kúlterar og kútter-galesar. Svo er eitt sem smiður verður að vita sem sé, hvort skip eigi að vera kútter- byggt eða klipper, Á þvi, að islenzka teg- undir skipa, ætti að byrja, og svo að is- lenzka nöfn á hinum mörgu pörtum skrokksins, það mundi vera vel þegið og koma að gagni við sjóskaða og ekki ókleift verk, þar sem gömul heiti eru á ýmsu; en að ætla sér að rétta að sjó- farendum orð og orð, og segja.þeim að nota, líkt og tjörutunna er afhent til þess að maka með reiðann, það ættu menn að skilja, að nær engri átt, eink- um þar sem fabríkantarnir eru ekki bet- ur að sér en, að þeir geta ekki gert mun á breiðfokkurá á jagt og fokkurá á 3000 rúmlesta skipi. Að einu verða menn að gá og það er, að hinn minnsti miskilningur á gefnum skipunum á skipsfjöl, getur haft hinar hryllilegustu afleiðingar í för með sér, þar sem skip- un er kölluð út í svarta myrkur og sá, sem skipar reiðir sig á, að allir skilji hana, og hún er þess eðlis, að sé hún rétt framkvæmd er lifinu borgið, en mis- skilin hefir hún dauðann í för með sér. Farþegum á skipum mundi ekki lítast á blikuna ef þeir kæmust að því, að yfir- menn skipuðu með orðum, sem fáir há-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.