Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.1930, Blaðsíða 23
ÆGIR 209 hluta septembermánaðar dró úr afla, en á timabilinu júlí—október varð gróði. Nóvember — desember. t*essa tvo mánuði var fiskur tregur og enginn ágóði varð af útgerðinni. Slæmar horfur voru með togaraút- gerðina, eins og fækkun togaranna bend- ir til. Má vænta þess, að áframhaldandi fækkun þeirra, sem margt bendir til að verði, hafi slæmar afleiðingar, þar sem reglulegir aðflutningar á fersk-íiskmark- aði Sviþjóðar eru nauðsyniegir. Línuveiðarar. Tala báta, sem stunduðu línuveiðar var lík og í fyrra, um 500 bátar. Stunduðu þeir veiðarnar um vorið og haustið. Aflinn var þorskur ng ýsa. Úr ýsuverði er stöðugt að draga. Verðmæti afla línubátanna var um 400.000 kr. móts við 425.000 kr. 1928. Úthafsveiðar. í þeim var þáttaka naeiri en 1928, er 57 skip bættust við flotann. Eins og vant er að vera, stund- uðu skipin veiðarnar við Shetland og fram með Noregsströndum. Aflinn var, þorskur, langa og skata. Útkoman varð ekki að óskum. Afli alls 1929, var meiri en sögur fara af. Verð á löngu var fyrst 40 aura hvert kilo, en féll síðar í 33 aura. Eins og að undanförnu var innfluit mikið af löngu írá Þýzkalandi — og einkum frá Noregi. Verðmæti úthafsveiðanna varð 1929 681.071 kr. móts við 668, 221 kr, 1928. Síldveiðarnar i byrjun árs- i n s 19 2 9. Þáttaka var meiri en árið á undan. 64 veiðibátar með 1075 fiski- niönnum stunduðu þær á móts við 45 báta og 750 flskimenn 1928. Aflabrögð urðu helmingi meiri en 1928; afli alls var 150 þús. hectol. virt á 1.285.000. kr. en árið á undan 70 þús. hectol., að verðmæti 638.000 kr. Reknetaveiðar. í þeim tóku þátt um 200 bátar og ráku veiðar í Kattegat (frá Trindelen — Maasesker) en nokkrir bátar veiddu við Hallandsströndina. Veiðar þessar voru stundaðar i sept. og október, að mestu. Einhver óvera veiddist siðar. Alls var aflinn 2.400.000 kilo móts við 4.100.000 kilo 1928, en vegna gæða síldarinnar fékkst þó meira fyrir hana tiltölulega en 1928, netto-útkoma fiski- manna var minni. Verðmæti aflans 1929 var 402.079 kr. en 1928 var verðmæti 681.750 kr. Viðskipti í fiskihöfn Gautaborgar námu alls 1929, 9.598.280 kr., en 1928 voru þau 9.182.014 kr. 30. júlí 1930. (Danski ræðismaðurinn i Gautaborg). Lög um Fiskveiðasjóð íslands nr. 46, 19. maí I930. 1. gr.—Tilgangur Fiskveiðasjóðs íslands er að styðja bátaútveg landsmanna með hagkvæmum lánum. 2. gr. — Höfuðstóll sjóðsins er: I. Eignir hins gamla Fiskiveiðasjóðs, í peningum og skuldabréfum, eins og þær verða, er lög þessi öðlast gildi. II. Tillag úr ríkissjóði, 1 milljón króna. Er það samningsatriði milli stjórnar sjóðsins og ríkisstjórnarinnar, hve- nær og á hvern hátt greiðsla þessi fari fram, en lokið skal henni eigi síðar en 1. júní 1941. III. Hundraðsgjald af útfluttum fiskiaf- urðum samkvæmt þvi, sem ákveðið verður í sérstökum lögum, þar til höfuðstóll sjóðsins nemur 8 miljón- um króna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.