Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 16

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 16
268 ÆGIR Fiskveiðar og iðnaður. Vegna athugasemda K. B. í síðasta tbl. Ægis, uni grein eflir mig með þessu heiti í Timariti Verkfræðingafélags íslands, vil ég biðja yður, herra ritstjóri, um rúm í Ægi fyrir stutt svar. Það sem kemur mér til að svara at- hugasemdunum, er ekki hínn hvimleiði hroki og alvizkutónn greinarhöf, heldur sú furðulega framkoma forseta Fiskifé- lagsins, að beita þeim óheilindum í rit- mennsku, að birta úr grein minni orð- réttar tilvitnanir, en færa síðan til rangs vegar frá eigin brjósti, í skjóli þess, að samhengið er rofið. Sennilega hafa mjög fáir af lesendum Ægis séð grein mína, og verð ég því að bera hönd fyrir höfuð mér, þótt ekkí sé mér ljúft að eiga orðaskipti um útúr- snúninga og rangfærslur. Áður en ég snýst til varnar hinu litt prúðmannlega herbragði forsetans, vil ég láta í Ijós undrun mína yfir því, að for- seti Fiskifélagsins skuli amast við lofs- yrðum um botnvörpuskipaútgerðina og véliðjuna, sem frá hennar rótum er runnin hér á landi. Eg ætla þó, að flestir geti verið sammála um það, að hvort- tvefigja megi teljast aðalstoðirnar undir efnalegu sjálfslæði þjóðarinnar, sem lyft hafa oss í þá aðstöðu til sjálfsbjargar, sem vér hötum náð á skömmum tíma. Þessari skoðun er lýst í lofsyrðum grein- ar minnar, og vænti ég þess, að forset- inn geli aðhyllst hana, ef sanngirnin er honum í huga. 1 grein minni er í stuttum formála gefin lýsing á ástandi sjávarútvegsins um aldir, unz hann hófst úr smæðinni, um síðustu aldamót, á stórstígasta hátt. Eg marka tímamót hins sjálfstæða atvinnu- vegar með komu þilskipanna, og vil skýra það i stuttu máli á þá leið, aðþil- skipaútgerðin hafi fyrst verulega leitt til þess, að menn gerðu það að aðalstarfi sínu, að stunda eða reka fiskveiðar. Sé þetta ónákvæmlega ályktað, er þó hitt fjarstæða hjá K. B., að skreiðarferðir bænda á söguöldinni, sé til marks um að atvinnugreinin hafi þá þegar verið sjálfstæð iðja. Meðsamskonar röksemda- færslu mætti segja, að rauðblástur til forna hafi verið sjálfstæður málmiðn- aður í landinu. Um síðustu aldamót tel ég íslendinga vera að minnsta kosti aldarhelming á eftir timanum í fiskveiðastarfseminni. Þó ekki vegna þess, að okkur hafi vantað gufubotnvörpunga, eins og K. B, hnýtir aftan í frá eigin brjósti, beldur af því, að þá var að minnsta kosti hálf öld siðan t. d. Englendingar tóku fyrir alvöru að nota seglskip til dragnetja eða botnvörpu- veiða, sem þeir að miklu leyti hættu að nota um aldamótin, þegar gufuskipum fjölgaði stórum til fiskveiða (sbr. Hand- buch der Seefischerei Nordeuropas). Seglskipin, sem hingað voru fengin all mörg um þær mundir, komu eflaust flest frá slíkum veiðum í Englandi. En hér á landi var alveg hlaupi^ð yfir þann þáttinn í veiðiskap aðalfiskiþjóðanna, að nota dragnet og botnvörpur til fiskveiða á seglskipum. Handfærið var einasta veiðitækið sem þessi skip notuðu, og hélt áfram að vera það, meðan þeirra naut við hér á landi. Veiðihættirnir breyttust hér ekki til muna, fyr en botnvarpan kom með togurunum. Ekki hefði ég amast við réttmætum aðfinnslum um að þessar hugleiðingar kæmu ekki nógu skýrt og greinilega í Ijós í grein minni, en ég verð að mót- mæla því, að það gefi tilefni til þeirra útúrsnúninga og rangfærslna, sem forset- anum finnst sér samboðið að bera fram

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.