Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 21
ÆGIR 273 vélbátar. Aflinn talinn samtals 766 skpd. Frá í’órsböfn og Langanesi að vestan er talið að gengið hafi 4 vélbátar undir 12 tonna stærð og 4 opnir vélbátar. Aíl- inn talinn 969 skpd. Þá er aflinn við Skagafjörð gefinn upp að vera samtals 503 skpd. Á Skagaströnd og Kálfshamarsvík 1247 skpd. og á Hvammstanga og Vatnsnesi 441 skpd. Er þá Grímséy ein ótalin, en hún sendir sínar skýrslur beint til Fiskifélagsskrif- stofunnar. Verður þá allur fiskaflinn í Norðlend- ingafjór ðungi, að Grímsey frátalinni, eins og ég hefi fengið hann upp gefinn 46,692 skpd.. miðað við 30. nóvember og talið frá síðuslu áramótum. í lokaskýrslu minni mun ég skýra frá ferðalögum mínum í haust og vetur og geta annara þeirra atriða, sem sleppt er hér. Akureyri, 1. des. 1930. Páll Halldórsson. Skipströnd í Hafnahreppi árin 1800-1930. Eftir að »Jamestown« strandaði og ráð- stöfun hafði verið gerð til þess af lands- höfðingja Hilmar Finsen, að fara að bjarga til lands plönkunum, neituðu suðurnesjabændur algerlega að hreyfa hönd að björgun, töldu það alveg óvinn- andi verk, en vildu hins vegar fá skipið keypt með öllu, eins og það stóð. En er því var neitað, buðu sig fram til að bjarga úr skipinu þrír inenn í Reykja- vik, þeir kaupmennirnir Páll sál Eggerz og Jón sál. Vídalín og Sigurður Jónsson járnsmiður, sem enn þá er á lífi, nú á níræðisaldri. Komu þeir hingað á strand- staðinn snemma í júnimánuði á franskri skútu (Loggortu); var skipstjóri ólafur Benediktsson Waage. Fengu þeir félagar mikið af verkafólki hér, því þeir buðu óvenjulega hátt kaup í duglega menn, 25 aura um tímann I 3 kr. um daginn fyrir 12 tima þrælkun, þótti þá óheyri- lega hátt kaup, og allt borgað í skíru gulli og silfri, á hverju Iaugardagskveldi! Keflavíkurkaupmennirnir voru ekki í þann tíð vanir að borga verkafólki i gulli og silfri vinnu sína, heldur í uppskrúf- uðum vörum, þurrum og blautum! Var þessari nýjung um greiðslu verkkaups tekið með hinum mesta fögnuði af suð- urnesjabúum, og margur sá maðurinn, sem átti laglegan skilding um haustið í kistuhandraðanum, því í þá daga þekkt- ust ekki tálsnörur nútímans, bióin, kaffi- húsin m. m., sem nú tæma vasa verka- mannsins verkalaunum sínum! Hvað margir »Loggortu«farmar af plönkum voru fluttir til Reykjavikur man ég ekki með vissu, en jafnaðarlega var verið í tvo daga að ferma skútuna, og svo aðra tvo daga að flytja í land í stórum flotum, því öllu var skipað í land upp á helming. Þegar kom fram í júlí- mánuð fóru bændur líka að bjarga upp á helming, voru þá oft frá 12—20 plank- ar á hvern mann, í helmingaskiftum, og stundum var það mikið meira, sem hver maður hafði í sinn hlut eftir daginn, þegar svo stóð á að sunnanstormur var, því þá var plönkunum dyngt í sjóinn og látnir reka til lands, frá 600—800 st. í einu! í júlímánaðarlok var loksins efsta lest- in tæmd af timbrinu. í tvo mánuði voru fleiri tugir manna að tæma eina skips- lest og þó þrásinnis fleygt í sjóinn mörg hundruð plönkum á dag! f*að ætti að gefa nútíðarmanninum nokkurnveginn ljósa hugmynd um hver ógrynni af plönkum hafi verið í öllum (3) lestum skipsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.