Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 19
ÆGIR 271 Skagafjörð virðist engin veruleg ganga hafa komið, eftir að vorhlaupið leið hjá, enda er aflinn þar mjög rýr eftir sum- arið, og sama má einnig sej>ja um Húna- flóaverstöðvarnar, einkum Hvammstanga og Vatnsnes. Aftur á móti hélst ágætisafli lengi fram- eftir á Skjálfandaflóa og varð aflafengur Húsavíkurbáta þvi sérstaklega góður og yfir höfuð má telja heildaraflann ífjórð- ungnum ágætan að vöxtum til, þegar þess er gætt, að róðrum var að mestu hælt 15.—20. september, bæði vegna beitu- skorts og þó einkum vegna óstillinga og rysjóttrar veðráttu. Haust- og vetrarróðr- ar hafa þvi varla verið teljandi, nema helzt á Siglufirði, og þó mjög stopulir, enda hvergi verið um aðra beitu að ræða en frosna síld, og hún var það dýr, frá 25 — 40 a. kiló, að mönnum var um og ó, að kaupa hana til beitu, í litinn fisk og þar á ofan með lágu verði, auk þess sem gæftirnar voru alltaf til fyrirstöðu. Margir höfðu gert sér vonir um síld- veiði i lagnet, með haustinu, en sú von brást algerlega, því þó að annað veifið yrði vart við hana, var það svo óveru- legt og stopult, að engu nam, og engum til framdráttar. Voru þetta míkil von- brygði frá siðustu tveim undanförnum haustum, er ýmsir höfðu hundruð og jafnvel þúsundir upp úr hauslaflanum. Fiskverkun gekk mjög ógreitt í sumar, hér nyrðra, vegna þerrileysis. Að visu voru ekki stórfeld votviðri, að jafnaði, en sífeldar deyfur og þurklejrsur. Mátti heita, að mestur hluti sumaraflans væri enn i verkun, um septemberlokin, en þá gerði nokkurra daga sunnanblástra með hlý- indum, og náðist þá allur eða mestallur fiskurinn í hús, þó ekki fengist hann allur fullþur. — Verkun fisksins hefur þvi orðið með dýrara móti, og kemur þetta ásamt ýmsum cðrum kostnaði, er ekki viiðist fara minnkandi, illa við út- veginn, þegar svo þar á ofan bætist, að fiskurinn er lítt eða ekki seljanlegur og sízt nema lyrir afarlágt verð. — Hér horfa þvi útgerðarmenn almennt með ugg og kviða til komandi tímaogverður tæplega annað séð, en að sumir þeirra verði tilneyddir að leggja árar í bát og hætta við útgerð sina, að minsta kosti í bráðina. En verði það hrun almennt um land allt, sem hætt er við, fá þeir menn að sjá afleiðingar verka sinna og þreifa á þeim, sem á undanförnum árum, hafa lagt hvern steininn á fætur öðrum á götu sjávarútvegsins, sem þó hefur borið og ber enn lang þyngsta hlutann at byrð- um landsmanna. Að eins, að þetta verði þá ekki um seinan, að allt verði komið í rústir, ólafsfirðingar byggðu á siðastliðnu sumri frystihús, með vélum, tíl eigin afnota.— En síldarveiðin var öll um garð gengin, að þessu sinni, er það var fullbúið. Húsið rúmar um 700 tn. síldar og getur fryst ca 25 tunnur í einu. Þá hafa Flateyingar lokið við að byggja bátabryggju þá, er síðasta Fisklþing veitti þeim styrk til. Telja þeir sig nú góðu bætta, síðan þeir fengu bryggjuna og þá ekki síður simasamband við umheiminn. Þetta hvorutveggja breytir aðstöðu þeirra ákaflega mikið til hins betra, og eru þeir vissir með að neyta þess í fram- tiðinni. Slj's á bátum ogskipum hafa lítil orðið, hér norðanlands, að því frádregnu, að 2 dekkaðir vélbátar og 3 opnir vélbatar strönduðu á Húsavikurhöfn í aftaka vestan veðri, seint í nóvbr. s. 1. Annar stærri báturinn sökk og hefur ekki fundist, en hinn rak á land og brotnaði mjög. Opnu vélbátarnir sukku og hafa eflaust möl- brotnað í botninum. Þá strandaði einnig vélbátur í Hrísey, í sumar, og ónýllist,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.