Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 23
ÆGIR 275 nldrei einn moli hafa borist til lands i öllum þeini hafrótum, sem komið hafa í þessi 50 ár. Það eina, sem mér er kunnugt um að náðst hafi af ballestinni, er einn hnullungsmoli, sem Sigurður sá). Ólafsson, bóndi í Merkinesi náði. Skreið hann eitthvað niður með afturstafni skipsins og fann þá þennan mola. Var Sigurður mikill járnsmiður sem kunnugt er. Fór hann með molann í smiðju sína og bræddi úr silfrið, en hve mikið hann fékk af silfri veit ég ekki, þvi ég sá það aldrei. Eg hefi orðið nokkuð langorður um þetta stóra strand, þó ótal margt sé enn þá ósagt, en sökum þess að mér er ekki kunnugt um, að nokkur maður, allt til þessa hafi skrifað einn sögulegan staf strandinu viðvíkjandi, þá hefi ég ekki viljað láta undir höfuð leggjast að skrá- setja það helzta um þetta míkla strand, svo jafn-stórmerkur viðburður ekki týnd- ist algerlega úr annálum íslands. Einkennileg tilviljun má það kallast, að tvö alslærstu timburströndin, sem borið hefir að ströndum þessa lands skuli hafa lent í Hafnahreppi. 5. s t r a n d i ð. 12. júni 1885 strandaði við Reykjanes norskur Galias. Kom hann frá Reykja- vík. Hafði losað þar timburfarm, en fór svo tómur til baka. Sigldi skipið um há- vordaginn í heiðskíru veðri beint inn í hamrabeltið norðan við Reykjanes. Björg- uðust skipverjar (G) á stórum bát og smápramma með allan sinn farangur og komu tveir af þeim heim að Kalmanns- tjörn og sögðu sínar farir, eða ófarir, sorgarlaust. Fór Sigurður Benediktsson í Merkinesi sjóveg suður á Reykjanes, þar sem þeir höfðu lent bátum og sótti skips- menn, sem voru eftir ásamt báðum bát- unum. Fór Sigurður svo daginn eftir sjóveg með skipbrotsmennina til Reykja- víkur. Af skipinu sjálfu er það að segja, að því hvolfdi utan í hamrinum og rak svo til hafs nokkrum dögum seinna. Það eina sem bjargaðist var ann- að mastrið og nokkrar borðaskifur. 6. s t r a n d i ð. 18. ágúst 1895 rak á land i Þórshöfn, norskur »Spekulant«, sem lá þar á höl'n- inni. Var vestanrok og brim er skipið rak á land. Skipið hét »Hild« og var frá Stafangri. Var það með allskonar varn- ing og hafði búð í lestínni og var þar nógu að gramsa í, bæði af ætu og óætu og ekki skorti heldur vínföngin, whisky, cognac, brennivín, og var óspart veitt til að örfa viðskiptin á meðan verzlað var. Eg var skipsijóra vel kunnugur og fól hann mér á bendur björgun á munum skipsins. Gekk björgun mjög greiðlega, því skipið lá á þurrum sandi og mátti segja að unnið væri með brennivíns- krafti, því 8 tn. voru fluttar i land, auk annara vínfanga, og var skipstjórí óspar á að veita bjargliðinu hressingu á með- an verið var að yerki. Franz sál. Siem- sen var þá sýslumaður Gullbringusýslu og hélt upphoðið. Var flest með ránverði, því mannmargt var og mjöður nógur til að örfa uppboðsgestina. Allt brennivínið sem eftir var, 7 tn., keypti einn maður í nærliggjandi hreppi. 7. stra n dið. 4. júní 1902 strandaði í »Hásteinum«, sunnan við Kirkjuvog franskur fisíiikútt- er. Var skipið að riðla á steininum um morguninn þegar komið var á fætur. Landsynningsrok var og hellandi rigning. Önnur frönsk skúta af svipaðri gerð lá þar skammt frá og voru þeir í óða önn að flytja vistir og fleira úr strandaða skipinu í hitt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.