Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 24
276 ÆGIR Ég fór strax á skipi við sjöunda mann á strandstaðinn. En er við komum að skipinu, fengum við þær móttökur, að skipsmenn komu með barefli og ætluðu sjáanlega að gefa okkur minnilega ráðn- ingu, ef við réðumst til uppgöngu. En til allrar lukku hafði ég þá, sem endranær, haft riffilinn minn með mér. Éegar ég sá hinar vinsamlegu móttökur, sem við áttum að fá, þreif ég riffilinn í snatri og miðaði á skrokkana. Skifti þá fljótlega um, er þeir sáu hnefaréttinn og horfðust í augu við hann, voru þeir samstundis ljúfir sem lömb. En þá á samri stundu losnaði skipið af steininum og rak und- an landi. Fórum við þá strax til lands aftur. Éegar bæði skipin höfðu lagst hlið við hlið, voru háðar skipshafnirnar að flytja á milli allt. sem hægt var að flytja, þar á meðal töluvert af saltfiski. Eftir tæpa tvo tíma sökk svo skipið. Sigldi hin skútan þá til hafs og sást hér aldrei framar. Nokkru siðar gerði töluvert brim og rak þá mikið af braki ,úr skrokknum, á- samt tunnum og ýmsu öðru verðlausu drasli. Ég get ekki leitt bjá mér að skrásetja hér ofurlitla slu ítlu af því hún er í beinu sambandi við strand þettað. Nokkrum dögum eftir að skútan brotnaði, var það einn morgun, þegar ég var nýkominn á fætur og sezlur við skriftir, að inn til mín kemur frændi minn, sem nú er fyrir löngu dáinn. Var hann að spigspora um gólfið, þögull og ibygginn, þar til hann var kominn það nálægt mér, að hann með mestu leynd gat stigið fæti sinum á tá mér um leið og hann leit glettnislega til mín og labhaði síðan út aftur jafnþögull og hann kom. Ég þólt- ist skilja svo framkomu frænda mins sem eitthvað óvenjuiegt væri á seyði og stóð því upp af slólnum og gekk út. Var frændi minn þá fyiir á hlaðinu. Sagði hann mér þar, með hinni mestu leynd, að hann þá um morguninn hefði fundið í fjörunni kvartél með koníaki, sem hann væri búinn að koma inn í pakkhús mitt. Sem auðvitað var, varð mitt fyrsta að lyfta hjarta og huga til hæða, og þakka forsjóninni fyrir þessa kærkomnu send- ingu. Svo hentist ég eins og elding inn í húsið aftur, þreif tvo kaffibolla og stakk þeim sinn i hvorn buxnavasa. Gengum við svo báðir með hinni mestu hægð niður að pakhhúsinu, því þó hjörtu okkar ekki væru á neinni hægfara göngu, vild- um við þó ekki láta fólk sjá, að neinn asi væri á okkur, til þess að leiða allan grun frá, að við hefðum orðið fyrir ó- venjulega miklu happi. Þegar við kom- um inn i pakkhúsið, gættum við þess, að loka vandlega hurðinni, svo enginn kæmist inn, á meðan við sætum að sumblinu. Kom svo frændi minn með kvartélið, var það fögur sjón og freistandi. og lét ég ekki lengi bíða að taka úr tappann, og hella góðum slurk ihvernbolla. Lyft- um við svo glösum um leið og ég hélt stutta alvöruþrungna aðvörunarræðu yfir frænda mínum um það, hversu áríðandi okkur báðum væri að drekka svo bóf- lega að aldrei sæist á okkur, og ég, sem hreppstjóri sveitarinnar, yrði lika að gæta skyldu minnar, og passa að láta ekki sjá mig sætkendan á almannafæri, og það af frönsku koniaki. Lyltum við svo báðir bollum og rendum út! Ég hefi að sönnu aldrei gert neina til- raun með að gleypa í mig glóandi kol, en hliðstæða kennd, þeirrar tilfinningar þóftist ég finna, um leið og franska koní- akið hans frænda míns rann mér um brjóst. Svo duttu báðir bollarnir úr hönd- um okkar, og fóru í mél á steingólfinu, stóðum við svo þarna hvor framan í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.