Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 23. árg. Reykjavík — Des. 1930. Nr. 12. Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs. Ár 1930, föstudaginn 5. desbr., var fjórðungsþing Fiskifélags íslands, fyrir Sunnlendingafjórðung, sett i Kaupþings- salnum í Reykjavík, og hófst kl. ll/s siðdegis. Ágúst Jónsson, sem síðasta fjórð- ungsþing hafði kosið til forseta, ávarpaði fundarmenn með nokkrum orðum, bauð þá velkomna og lýsti þingið sett Að því loknu bað hann varaforseta (Þ. G.) að taka sæti sitt með því að liann þyrfti að tnla nokkur orð. Gerði hann grein fyrir Því, að á síðasta Fiskiþingi hefðu heyrst raddir í þá átt, að seta hans sem forseta a fjórðungsþingi mundi vera ólögmæt. Kvaðst sízt vilja gegna þessu starfi, ef lögmæti kosningar sinnar væri vefengt, °g óskaði að máli þessu yrði ráðið til tykta áður en þingið tæki til starfa. Um mál þetta spunnust allmiklarum- ræður. Áður en máli þessu væri ráðið til lykta, v°ru skipaðir i kjörbréfanefnd þeir ól- ufur B. Björnsson og Tómas Snorrason. Eftir að kjörbréfanefnd hafði lokið ftörfum sínum, tók framsögum. nefndar- 'nnar Ól. B. Björnsson til máls, og gat Þess, að nefndin hefði ekkert að athuga 'fö kjörbréf fulltrúanna frá: L Stokkseyrardeild: Jóns Sturlaugs- s°nar og Nikulásar Torfasonar. 2. Keflavíkurdeild: Valdimars Krist- mundssonar og Jóhanns Ingvasonar. 3. Akranesdeild: Ó1 B. Björussonar, Skapta Jónssonar og Kristm Tómassonar. 4. Um kjörbréf fulltrúanna frá Eyrar- hakkadeild, þeirra Þorl. Guðmundssonar og Jóns Helgasonar, hafði nefndin það að athuga, að deildin hefði ekki greitt skatt fyrir árið 1930, heldur 1929. Upp- lýsti fulllrúinn (Þ. G.), að venja væri þar að greiða eftir á. Samþykkti því fjórðungsþingið kjörbréfið gilt. Þar sem enginn fundur hafði orðið haldinn í Grindavíkurdeild, en þó mætt þaðan Tómas Snorrason, bar liann fram yfirlýsingu, er heimilar samkv. lögum deildarinnar, að formaður komi allstaðar fram út á við fyrir deildarinnar hönd.— Tillaga kom frá kjörbréfanefnd um að taka kosninguna gilda i þetta sinn. Breyt- ingartill. frá forseta Fiskifélagsins um að Tómas Snorrason hafi málfrelsi, tillögu- rétt og nefndarstarfarétt, var samþykkt. Þá var tekið að ræða um hvort kjósa skuli forseta í stað Ágústs Jónssonar, sem verið hefur forseti mörg undanfarin ár. Eftir miklar umræður var samþykkt með 7 : 1 alkv., svo hljóðandi tillaga frá Ólafi Björnssyni. »Legg til að fjórðungsþingið kjósi nú i upphafi þingsins starfsmenn sína á þessu þingi, og gildi kosning þeirra þar til næsta fjórðungsþing kemur saman«. Kosnir voru : Forseti Ól. B. Björnsson með 5 atkv. Varaforseti Skapti Jónsson með 4 atkv.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.