Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 20
272 ÆGIR en engin manntjón eða meiðsli voru þessum ströndum samfara, sem betur fer. I síðustu skýrslu gerði ég grein fyrir útgerðarmagni í vesturhluta umdæmis míns og vil nú skýra frá þvi í hinum hlutanum, en þó getur það aldrei orðið alveg nákvæmt, meðan svo háttar til, sem nú er, að sumir bátar róa að eins framan af vertíð, aðrir með höppum og glöppum og enn aðrir og þar á meðal sumir stærri bátarnir, stunda bæði þorsk- veiðar og sildveiðar, stundum á víxl, eftir þvi sem ástæður eru til á hverjum tima. Eftir því sem skýrslur úr verstöðvunum herma, og ég hefi komist næst, stund- uðu þorskveiðar, er flest var, skip og bátar sem hér segir, auk þess er talið var á síðustu skýrslu. Frá Siglufirði: 9 vélskip, 37 vélbátar undir 12 tonna stærð og 10 opnir vél- bátar. Eru þá talin aðkomuskip og bátar. Samanlagður afli þeirra til nóvemberloka er talinn að vera 17,631 skpd. fiskjar. Aulc þessa fóru 4 vélbátar til Akureyrar með 100 skpd. fiskjar til aðgerðar. og er sá fiskur talinn þar. Frá Héðinsfirði gengu 3 opnir vélbátar, en tveir þeirra stunduðu veiði mjög stop- ult, vegna bilana, og varð því aflinn að eins 244 skpd. samtals. Frá Ólafsfirði gengu : 1 vélbátur yfir 12 lonn, 17 vélbátar undir 12 tonn og 18 opnir vélbátar, en sumt af bátunum fór á sildveiðar, er þær byrjuðu, og opnu bátarnir gengu ekki að staðaldri allir. Aflinn samtals 6179 skpd. Frá Dalvik og Upsaströnd gengu 9 vélbátar, allir undir 12 tonna og 4 opnir vélbátar. Stærri bátarnir stunduðu þó sumir síldveiðar um tíma. Aflinn varð samlals 2645 skpd. Frá Hrisey gengu 19 vélbátar undir 12 tonn og 4 opnir vélbálar. Síldveiðar stund- uðu nokkrir bátanna að einhverju leyti. Þorskaflnn varð 4893 skpd. Af Árskógsströnd gengu samtals 11 opnir vélbátar og 5 árabátar, en þó ekki að staðaldri. Aflinn þar samanlagður varð 575 skpd. Frá Hjalteyri og grendinni gengu að einhverju leyti 5 opnir vélbátar, en sumir að eins lítinn tíma, eða þá að eins í í- gripum, og seldu fiskinn að mestu nýjan til Akureyrar og í sveitina. Talið er að saltað hafi verið sem verzlunarvara 45 skpd. Frá Akureyri gengu 7 vélskip til þorsk- veiða, að meira eða minna leyti, en að eins 3 af þeim lögðu upp megin aflann á Akureyri, hin að mestu sunnanlands og á Yestfjörðum. Vélbátar um og undir 12 tonna stærð 8—10 talsins, lögðu upp á Akureyri afla úr fáum róðrum í vor, en héldu að öðru leyti alveg til á Siglu- firði, Hrísey og 2 smábátar á Húsavík, enda er afli þeirra talinn þar. Samtals er aflnn í salt talinn hér 1214 skpd., þar með talin 71 skpd. keypt af Færeyingum og 100 skpd. flutt frá Siglufirði, eins og áður er getið. Nokkrir opnir vélbátar gengu einnig héðan til fiskjar, en þeir seldu allt sitt til bæjarbúa og koma því ekki til greina bér. Úr Grýtubakkahreppi gengu alls 9 vél- bátar, allir undir 12 tonna og 2 opnir vélbátar, að mestu leyti. Afli þeirra allra varð 2666 skpd. Úr Flatey gengu 1 vélbátur undir 12 tonn, 10 opnir vélbátar og 2 árabátar. Aflinn samtals 908 skpd. Frá Húsavik og af Tjörnesi gengu 10 vélbátar undir 12 tonna og 10 opnir vél- bátar og auk þess 3—4 árabátar nú í haust, að einhverju leyti. Samanlagður afli þar 5766 skpd. Frá Raufarhöfn og Sléttu gengu 5 vél- bátar, allir minni en 12 tonn og 5 opnir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.