Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 13

Ægir - 01.12.1930, Blaðsíða 13
ÆGIR 265 selt nýtt af fiski á öllum þessum ver- stöðum veit ég ekki greinilega enn þá, mun reyna að fá ítarlegar upplýsingar um það og taka með á næstu skýrslu. Frystihús fyrir síld eru ekki til á þess- um stöðum, nema á Skálum. Þar eru 3 frystihús, 2 af þeim hafa starfað i sumar. Hér á fjörðunum frá Seyðisfirði til Fá- skrúðsfjarðar hefur aflast yfir þennan ársijórðung, rúm 12000 skpd. í fyrra um 9700 skpd á sama tíma. Verð á saltfiski lækkaði þegar leið á sumarið, svo að á þessu tímabili mun verðið hafa verið 28—30 aura fyrir kílóið af stórfiski og 25—27 aura kílóið af smáfiski. Þurfisk- salan gekk mjög dræmt og verðið heldur lægra en í fyrra. Spánarmetinn stórfiskur var seldur fob á 110—112 kr. skpd. nr. 1, og fyrsta flokks Labri á 73—75 kr. skpd. Síldveiði var mun meiri hér eystra á þessu liðna sumri en í fyrra. Sildveið- ina hér i v.or hefi ég minnst á í síðustu skýrslu minni. Sú veiði var svo mikið nieiri en mörg undanfarin ár, sérstaklega hér á Seyðisfirði. Svo var mikið meiri sild veidd hér í sumar en í fyrra, sem fryst var til beitu, sem bezt sézt á skýrslu þeirri yfir frosthús hér í fjórðungnum, sem ég sendi Fiskifélaginu. Mér telst til eftir skýrslu þessari, sem ég hefi fengið hjá hlutaðeigendum frystihúsanna, að ái'ið 1929 hafi verið fryst í þessum hús- u*n síld til beilu, um 2700 tunnur eða 270 þúsund kiló. En í ár hafa þessi hús fryst 4450 tunnur eða 445000 kiló af heitusíld, um 1750 tn. meira en i fyrra. ^essi síld í ár er öll veidd af skipum og hátum hér úr fjórðungnum. Auk þess Var saltað og sérverkað hér á Austur- i^ndi i sumar 10922 tn. af síld. 1 fyrra saltað um 8400 tn. Það hefur því verið saltað 2522 tn. meira í sumar en í fyrra. Sildveiði hér eystra heíur því verið rúm- ar 4270 tn. meiri í ár en í fyrra. Síld var bæði mjög mikil og stóð lengi hér fyrir Austurlandi í ár, og það er vafa- laust, að hefði verið hér á Seyðisfirði síldarbræðslustöð, þá hefðu Austfirðingar og aðrir stundað hér meira sildveiði en gert var, sem um leið hefði bætt afkomu manna að miklum mun. Seyðisfirði, 20. nóv. 1930. Herm. Porsteinsson. Skýrsla um aflabrögð o. fl. í Grímsey ár 1930. Það hefir orðið talsverð breyting á út- vegnum hjá okkur, eins og víðar, þar sem nú ganga 7 trillubátar til íiskjar, í fyrra 4 og i hitt eð fyrra enginn. I sum- ar gengu á veiðar 1 mótorbátur 4 smál., 7 trillubátar og 4 árab. I fyrra 1 mótor- bátur, 4 trillu (þar af 2 færeyskir) og 11 árabátar. Á þessu ári varð aflinn 785 skpd. (þur), í fyrra 775. Yfirleitt má segja, að afli væri langsóttur nú og ógæftir meiri en i íyrra fyrrir árabáta, svo vitan- lega hefði aflinn orðið minni en raun varð á, ef um árabáta eina hefði verið að gera. Tvær »trillur« öfluðu sæmilega, svo og mótorbáturinn, en smærri »trill- ur« og árabátarnir sáralítið, enda var lít- ill fiskur nærri eyjunni á vanalegum ára- bátamiðum. Sífeld norðanátt, þokur og u'gning drógu og mjög úr sjósókn og aflafeng. Seint i feþr. byrjaði að verða fisks vart til muna; þó töldu fiskimenn fisk þann, sem þá aflaðist »Eftirlegufisk«, þótt hvít- ur væri og all-vænn. í marz og april var oft góður aíli er á sjó gaf. Fiskurinn t

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.