Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Síða 16

Ægir - 01.04.1931, Síða 16
86 ÆGIR lög, sem fiskimenn hafa myndað í þess- um löndum, til að auka álit og verðmæti afurða sinna« — »að rannsaka nákvæm- lega að hvaða notum slíkur félagsskap- ur hefur orðið í hverju tilfelli«. Sömu- leiðis var honum falið að kynna sér ann- an samvinnufélagsskap fiskimanna, bæði á verzlunar og iðnaðarsviðinu, og eftir heimkomu sína að gera iillögur um þá samvinnu meðal fiskimanna hér, er hann teldi æskilega og hér mætti að notum koma. Það má því einmitt gera ráð fyrir, að »frumvarp« þetta sé byggt á reynzlu ann- ara þjóða, þó að það af einhverri dul- arfullri tilviljun, sé nokkuð líkt orðað og lög og reglur Samvinnufélags ísfirðinga. K. B. Verzlunarráðuneytið í Osló tilkynnir 31. janúar þ. á.: 1 dag hefur ráðuneytið gert svofeldar breytingar á reglugerð þeirri um fram- leiðslu, meðferð, sölu og útflutning á meðalalýsi, sem gefin var af ríkiserfingj- anum i fjarveru konungsins 20. des. 1929. Breytingar þessar gilda frá og með 1. marz 1931. Neðantaldar greinir hljóða sem hér segir: § 10. Þegar lifur er keypt, eða henni safnað frá fiskiskipi eða öðru skipi, má hún ekki vera laus, er henni er rennt úr skipi í bát eða annað rúm í skipi, ei heldur má flytja hana lausa í bát eða farmrúmi skips, heldur skal hún flutt i hreinum tunnum, stömpum eða kössum. Bannað er að verka lifur sem meðalalýsi, sem eigi hefur sætt þeirri meðferð, sem hér á undan er tiltekið. § 11. Tunnur, stampar eða kassar, sem notaðir eru undir lifur, verður að þvo úr fersku vatni og bursta þá upp úrvatni, einusinni á sólarhring þann tíma, sem þeir eru notaðir. Gólf í lifrárbræðsluhús- um, tómar tunnur og aðrar umbúðirut- an um lifur verður að vera þvegið og hreint, þegar vinna hættir hvern dag. § 12. Áður en lifur er gufubrædd, verð- ur vel að gæta þess, að hvergi hangivið hana gallblaðra. Auk þess verður að þvo þá lifur í tæru vatni, sem er úr fiski, sem veiddur er á tímabilinu 1. maí til 30. september og úr fiski, sem verið hef- ur i rauðátu (calanus Finmarkicus). Lifur, sem farin er að þrána, má ekki nota til að framleiða gufubrætt meðala- lýsi. Burmeister & Wain. Á skipasmiða- stöð þeirra í Kaupmannahöfn eru ísmíð- um tvö stór skip og þau að mestu til- búin að hlaupa afstokkunum. Hjá þeim eru auk þess pöntuð eftir- töld skip : 1 mótorskip 8.500 tons fyrir Fearnley og Eger í Oslo. 1 mótorskip 8.000 tons fyrir Myren í Kaupmannahöfn. 1 mótorskip 12.000 tons fyrir Austur- Asíufélagið. 2 mótorskip 8.000 tons hvort fyrir Lund & Co. Tönsberg. 1 mótorskip 8.000 tons fyrir fél. Odd- fjeld í Bergen. 1 gufuskip 8 000 tons fyrir Corona í Haugasundi. 1 gufuskip 8.500 tons fyrir félagið Jöl- und i Oslo. 1 mótorskip 8.000 tons fyrir Bernhard Hansen i Tönsberg. 1 mótorskip 12.000 tons fyrir Myren í Kaupmannahöfn. 1 mótorskip 10.000 tons fyrir fél. Ara- mis i Oslo. 1 mótorskip 10.000 tons fyrir Brövik í Oslo.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.