Ægir - 01.11.1931, Síða 2
212
ÆGIR
ast nær að eins 7/8 verkaður og selst
hann í sjálfri Bilbao ávalt nokkru hærra
verði en sá íslenzki. Inni í landinu þykir
íslenzki fiskurinn geymast betur en sá
færeyski, vegna þess að hann sé meir
þurkaður, en sá færeyski þykir þar fall-
egri líka. Hygg ég að mér sé óhætt að
fullyrða, að mátulegasta þurkstigið, sem
við getum haft á okkar flski handa Bil-
bao-markaðinum sé nú hörð 7/s verkun
á þeim fiski sem fara áinn i landið og
7/8 verkun á þeim, sem á að seljast í
sjálfri Bilbao (en sem enn þá er tiltölu-
lega lítið vegna Færeyjafiskjarins).
í Vigo ryður isl. fiskurinn sér meir og
meir til rúms á kostnað hins norska.
Ekki megum við enn sem komið er,
lina neitt á þurkuninni handa Vigo.held-
ar hafa hana eins og áður, þ. e. a. s.
eins og handa Portúgal. Þar sem Vigo-
menn eru vanir hinni góðu stærðaflokk-
un frá Noregi, kvarta þeir ávalt yfir því,
að misjafnar fiskastærðir séu í pakka
þegar um ísl. fisk er að ræða.
Vegna *opnun credita« og kaupa á er-
lendum gjaldeyri, létu innflytjendur þess
getið, að þeim kæmi mjög vel, að þeim
væru alltaf send 2 afrit af reikningun-
um yfir fiskinn og 1 afril af farmskír-
teinunum.
I Portúgal hefur eins og mönnum mun
kunnugt, innflutningurinn á ísl. fiski
aukist afar mikið á þessu ári. í fyrra
og árið þar áður var innflutningurinn
kringum 5000 tonn hvort árið, en í ár
mun vera búið að selja þangað 10000
tonn (kringum 8000 til Oporto og 2000
til Lissabon). Hefir þetta nær eingöngu
gengið út yfir norska fiskinn og stafar
að mestu leyti af hinum afarmikla verð-
mun, sem að mínu áliti hefur verið ó-
þarfiega mikill. Norðmenn hafa lengst af
í sumar haldið sínum þessa árs fiski í
31—32 sh., en við selt á sama tíma fyr-
ir 23—24 sb., þ. e. a. s. selt okkar fisk
fyrir likt verð og Norðmenn hafa selt
sinn gamla, jarðslegna fisk. Þegar égvar
í Portúgal var nýbúið að selja þangað
mjög mikið af ísl. fiski fyrir 20- 21 sh.
(nr. 1 og 2 saman) og höfðu Norðmenn
þó ekki lækkað sitt verð neitt að ráði,
ekki farið niður úr 30 sh. (fyrir nr. 2).
Nær því allir, sem ég átti tal við um
þetta, töldu að við myndum hafa selt
jafnmikið þó við hefðum selt fyrir 24—
25 sh. í stað 20—21 (21/- fyrir stærðina
40—50 og 20/- fyrir 50—60 fiska í 60
kg. pakka). Lága verðið því að kenna
innbyrðis samkeppni þeirra, er isl. fisk
selja og bjóða og umboðsmönnum þeirra.
Þegar ég var í Portúgal var búið að
selja þangað svo mikið af ísl. fiski, að
ég tel ekki muni hægt að selja þangað
meir fyrir jól en sem svarar 10000 pk.
í hæsta lagi fyrir hvorn staðinn Oporto
og Lissabon. Þegar þetta bréf kemur
heim, mun ef til vill búið að selja þetta,
en hvort sem það er gert eða ekki, teldi
ég réttast að hækka verðið upp í 22 sh.
þ. e. a. s. ef að Norðmenn hafa ekki þá
farið niður úr þeim 28 sh., sem ég veit
að var þeirra allra lægsta verð, þegar ég
var að fara frá Lissabon.
Um þurkstigið handa Portúgal er það
að segja, að alls ekki má kvika frá því
þurkstigi, sem ákveðið hefur verið heima
að hæfði Porúgal. 1 Oporto sá ég ísl.
fisk pakkaðan i 60 kg. pakka og vottað-
an Spánarmetinn, fullverkaðan. Pessi
fiskur var auðvitað oflinur fyrir Portú-
gal, þó rétt væri metinn fyrir Spán, og
spillir þar áliti isl. fiskjarins, því smá-
salarnir vita ekki, að þessi fiskur var
ekki metinn fyrir Portúgal. Þegar fiskur
er pakkaður í 50 kg. pakka, óskað er
er að hann sé metinn fyrir Spán, og
farmskírteini sýna að fiskurinn á að fara
til Spánar, er erfitt fyrir okkur að hindra,