Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 3

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 3
ÆGIR 213 að fiskurinn sé sendur til Portúgal. En þegar fiskurinn óskast pakkaður i 60 kg. pakka, þá má vita að fiskinum er ætlað að fara til Portúgal og slíkt má og á að hindra. Tel ég yfirmatsmennina hafa bœði leyfi og skyldu lil þess að neita að lála paklca nokkurn fisk í 60 kg. pnkka, sem þeir álíta oflítið þurkaðan fyrir Portúgal. Viðvíkjandi Lissabon, vil ég taka það fram, að ef við ætlum okkur að ná nokk- uð svipaðri fótfestu þar og við höfum náð í Oporto, þá verðum við að geðjast kaupendunum þar meira en við gerum nú, hvað fiskastærðina snertir, þ. e. a. s. við verðum að senda þeim meira afstór- um fiski en við gerum nú. í samafarmi verðum við að senda þeim nokkuð (t. d. */*) af stærðinni 35—42, mest (t. d. ’/2) af 40—50 og ekki meir en l/* af 50—60 fiskum í 60 kg. pakka. Norðmenn gera enn betur en þetta. Senda oft helminginn með 35—42, V* með 45—50 og V* með 25-32. Oportó-markaðurinn er ekki eins vand- látur, hvað þetta snertir, en honum meg- um við þó ekki ofbjóða með þvi, að senda þangað nærri eingöngu fisk af stæiðinni 50—60 í pakka. Til Lissabon ætti að reyna að ser.da þynnri fiskinn og þann þykkari til Oportó, en ekki má lina neitt á þurkuninni fyrir hvorugan staðinn. Til þess nú að koma út þeim fiski, sem við eigum eftir óseldan, með sem minstu tapi, tel ég að við verðum að gera eitthvað í áttina við það, sem ég lagði til í bréfi mínu til ráðuneytisins dags. 2. jan s. 1. og leyfi ég mér að vísa til þessa bréfs. Hvað Bilbao-markaðin- um viðvíkur og samkeppninni þar við Færeyjafiskinn, tel ég að þyrfti að kom- ast á samvinna milli þeirra fáu útflytj- enda, sem falið yrði að selja isl. fiskinn og þeirra sem selja þann færeyska. Ætti það að vera framkvæmanlegt. Um sam- komulag við Norðmenn á Portúgals- markaðinum er erfiðara að segja, fyrr en sýnir sig i framkvæmdinni samvinna norsku útflytjendanna innbyrðis, sem nú hafa allir gengið í félagsskap um að hafa sama lágmarksverðið. Tel ég íslending- um nauðsynlegt að fylgjast vel með í því, hvað samlag þetta gerir og hvernig samtök þeirra reynast. Reynist þau hald- góð, verðum við að taka tillit til þeirra. Helgi Guðmundsson. Svartfugl og fiskseiði við ísland. Grein, sú sem hér birtist, er útdráttur úr ritgerð eftir frægan danskan visinda- mann,# dr. phil. A. Vedel Taaning. Dr. Taaning er kunnur fjölda mörgum ís- lendingum fyrir fiskirannsóknir sínar hér við land, enda hefur hann kvað eftir annað stjórnað »Dönuleiðangrum« hing- að fyrir hönd próf. Johs. Schmidts, og doktorsritgerð hefur hann skifað um skar- kolann okkar, svo hann er nú sá af öll- umislenzkum nytjafiskum, sem við þekkj- um bezt hvað lifnaðarhætti snertir. En dr. Taaning er einnig fuglafræðingur, og það með lífi og sál. í öllum ferðalýsingum frá köldum löndum, er dáðst að fuglabjörgunum, og endurminningin um þau talinn dýrmæt- asti gimsteinninn í minningu ferðarinnar. Á siðari árum hafa hvað eftir annað ver- íð teknar ljósmyndir og kvikmyndir af fuglabjörgunum, öllum þeim til mikillar gleði, sem ekki hafa haft þá ánægju, að sjá þau með eigin augum. Maður skyldi því ætla, að þekking vor á lifnaðarháttum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.