Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1931, Page 4

Ægir - 01.11.1931, Page 4
214 ÆGIÍl þeirra fáu fuglategunda, sem björgin byggja, væri ' nokkuð fullkomin, en það er öðru nær. Því virðist hafa verið lit- ill gaumur gefinn, hvaða áhrif fuglamillj- ónirnar hafa á búskap náttúrunnar í sjónum, menn vita nokkurn veginn, hve mikið af kjöti og fiðri fuglabjörgin veita bæjunum í kring, en fáir munu brjóta heilann um það, hvað sé undirstaða þess- ara hlunninda. Við sjáum fuglamilljón- irnar stinga sér niður í djúpið til þess að njóta góðs af auðæfum þeim,seroþar eru, en hvað sækja þeir þangað? Þessi litla ritgerð á að vera svar við spurn- ingunni, hún er tilraun til þess að vekja áhuga manna á þessum merka þætti i lífi svartfuglanna, og hvetja Pétur eða Pál til þess að rannsaka þetta nánara. Auk hinna eiginlegu svartfugla, er rit- an, fýllinn og súlan í tölu þeirra fugla, sem mest ber á í fuglabjörgunum, en um líf þeirra skal ekki fjölyrt hér. Árið 1844 hneig geirfuglinn í valinn, og þar sem teistan er ekki eiginlegur bjargfugl, eru svartfuglar þeir, sem nú byggja fugla- björg íslands, þessir: Langnefja, stuttnefja, haftgrðill, álka og lundi. Haftyrðill verpir einungis í Grímsey, suðurtakmörk varpstöðvanna eru þar, því hann á heima í köldum höfum. Með- al svartfuglamilljónanna við Island, gætir hans litið. Af hinum tegundunum fjór- um er mesti urmull meðfram öllum ströndum landsins, þó munurséáþví, hvar mest ber á hverri tegund. Mest er af lundanum við vesturströndina, eink- um á Breiðafirði og vesturhluta Faxaflóa, en allstaðar er þó nokkuð um hann. Svartfugl í þrengri merkingu, þýðir hin- ar tegundirnar þrjár: langnefju, stutt- nefju og álku, og það eru einkum þær, sem við viljum athuga. 1 marz og fyrst í apríl, fer svartfugl- inn að koma í björgin, dálitið fyr sunn- anlands en norðan. Upp frá því er ys og þys í björgunum allt sumarið, þang- að til ungarnir fara að verða sjálfbjarga, og steypa sér í hafið, við hlið foreldr- anna, vanalega síðast í júli og í ágúst. Ettir þetta dreifa fuglarnir sér yfir mikið svæði, og ber því minna á þeim enella. Álkan má heita mjög algeng allstaðar við Island, en þó er ekki eins margt um hana eins oglangnefjuna (ogstuttn.)enda er hún sjaldgæfari austan- og norðan- lands en við suður- og vesturströndina. Eftir talningum að dæma, nemur álkan tæplega 5—10°/o af öllum svartfugli við Vestfirði í ágúst. Eins og langvían (og stuttnefjan) byggir hún helzt hreiður sín í bröttum björgum, sem vita mót opnu hafi. Hvað langvíu og stuttnefju snertir, verpir stuttnefjan einkum í björgum kald- ari landshlutanna, en langnefjan í björg- um hinna heitari. — Langnefjan er t. d. mjög algeng við Vestmanneyjar, en þar er stuttnefjan frekar sjaldgæf, og eftir talningum við Hornbjarg, 15. júní 1926, komst eg að þeirri niðurstöðu, að hlut- fallið á milli langnefju og stuttnefju var eins og 1 móti 50. Eftir þvi, sem mér er kunnugt, er ekki til nein nákvæm skýrsla yfir fuglabjörgin við Island á kort- inu (1. mynd), sem hér er sýnt, má sjá helztu. »Fiskiskýrslur- og hlunninda« gefa gott yfirlit yfir fuglaveiðarnar, en þar sem stuttn., langv. og álka eru einu nafni nefnd svartfugl, er ekki hægt að sjá, hvernig hinum einstöku tegundum er skipað í björgin. Á kortinu er landinu skift í 7 hluta, og tölurnar sýna svart- fuglsveiðina í hverjum hluta, árið 1913. Það er greinilegt, að nærri allur fuglinn er veiddur við vestanvert landið, á svæð- inu frá Vestmannaeyjum að Eyjafirði, og

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.