Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Síða 5

Ægir - 01.11.1931, Síða 5
ÆGÍfí 215 Nokkrir varpstaöir svartfugla (fuglabjörg) viö ísland. Stærstu depl- arnir sýna hvar varpiö er mest. Með strikum, dregnum út fráströnd- inni, er landinu skipt í 7 parta, og tölurnar sýna, hve margir svart- fuglar veiddust á hverjum þessara parta, árið 1913. um þrír fjórðu hlut- ar hafa veiðst við Vestfirði og vestan- vert Norðurland. Petta stafar náttúr- lega mikið afþví, að á þessu svæði eru flest og stærst fugla- björg enöllum þeim, sem ferðast hafa með ströndum landsins, er það kunnugt, að nóg er um fuglabjörg frá Eyjafirði að Horn- um, enda þótt þar sé miklu minniveiði en vestar. Meginiðaf fuglinum flokkast bersýnilega um fugla- björgin við Vestur- land,og vesturhluta Norðurlandsins, en vegna hvers ? Til þess að svara þessari spurningu, verð- um við að virða fyrir okkur árangur rannsókna, sem ekki virðast koma svart- fuglinum mikið við. Sjórinn, sem umkringir ísland, er að flestu leyti einkennilegri en nokkurt ann- að haf í heiminum. Við suður- og vest- urströndina er hinn heiti Gólfstraumur, en við norður- og austurströndina hinn kaldi Pólstraumur. Að austan eru tak- mörkin á milli þessara tveggja megin- strauma mjög glögg, eins og sjá má á 2. mynd I, þar sem sýndur er hitinn i apríl á 50 metra dýpi. Pessi mis- munandi hiti, við ýmsar strendur lands- ins, hefur gagnger áhrif á allt dýralíf sjávarins, en þeir, sem fyrstir urðu til þess að rannsaka einstök atriði í þessari orsakakeðju, voru þrír Danir, fyrst og fremst professor Johs. Schmidt, og með honum J. N. Nielsen og próf. Ove Paul- sen. Eg skal nú nefna einn lið þessara rannsókna, nefnilega rannsóknir Schmidts á lifnaðarháttum þorsksins, því bæði er þorskurinn, eins og kunnugt er, nytsam- astur allra fiska í Islandshöfum, en auk þess hefur hann stórvægilega þýðingu fyrir allt líf í sjónum við ísland. Korlin á 2. mynd, eiga að gefa yfirlit yfir lifnaðarhætti þorsksins á yngstu stig- um, á meðan hann heldur til í svifinu, fyrsta sumarið eftir gotið. Á veturna, og fyrri hluta vors, safnast þorskurinn sam- an við Suður- og Vesturlandið, einkum Suðurlandið, til þess að gjóta. Til þess að gefa hugmynd um mergðina, má geta þess, að i apríl 1928 kom það fyrir, að 80—100 bátar úr Vestmannaeyjum báru 200.000 af stórfiski á land á einum degi. Að gotinu loknu berast seiðin og egg- in með straumunum norður og vestur

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.