Ægir - 01.11.1931, Síða 7
ÆGIR
217
sem ómögulegt var að ákveða
nánar. Svo mikið er víst, að
þessi eina langnefja hefur etið
að minnsta kosti 450 seiði, og
þar af hafa líklega 150 (40 í
kokinu -|- 110 ívél og kirtilm.)
verið tekin í einni máltíð,
skömmu áður en húnvarskot-
in. Rannsóknir á ýmsum svart-
fuglum við vestanvert lsland
hafa leitt það sama i Ijós. Aðal-
fæðan er þar á vorin og samr-
in seiði nytjafiskanna.þótt einn-
ig geti borið nokkuð á annari
fæðu. Mest ber á seiðum þorsk-
fiskanna, einkum þorsksins, í
maga svartfuglanna.
Samkvæmt rannsóknum, sem W.
E. Kollinge hefur gert, mun það
láta nærri að álkan melti fullkom-
lega nýjan fisk á 3 eða 3l/a stundu.
Margt bendir á, að meltingin sé enn
þá fljótari, og munu kvarnirnar,
sem ekki er stærri en einn milli-
meter, einnig fljótt leysast upp.
Á þeim tíma ársins, þegar svart-
fuglaskararnir byggja fuglabjörgin,
er svo að segja jafnbjart nótt sem
dag, svo fuglarnir borða allan sólar-
hringinn. Eftir dæminu, sem nefnt
var, kemur það i ljós, að einn fugl
getur hæglega borðað 150 fiskaseiði
í einni máltið, og þar sem meltingin
gengur svo fljótt fyrir sig, er ekk-
ert því til fyrirstöðu, að sbk máltíð
endurtakist að minnstakosti 5 sinn-
um á sólarhring. og etur þá hver
fugl ca 750 seiði á sólarhring. Eftir
rannsóknum mínum að dæma, er
þetta þannig i júli, þegar hvert þorsk-
seiði vegur að jafnaði 250—400
milligröm, en i miðjan júní, þegar
seiðin vega 1 mesta lagi einn 10
Gotstöftvar þosrksins, og burður þorskseiðanna með
straumunum við ísland. (Eftir Johs Schmidt).
I. Útbreiðsla þorskeggjanna í apríl. (Linurnar og
tölurnar tákna hitann á 50 metra dýpi).
II. Heimkynni þorskseiðanna í maí og júní.
III, Heimkynni þorskseiðanna i júlí og ágúst. —
Örvarnar sýna stefnu straumanna. —