Ægir - 01.11.1931, Side 8
218
ÆGIR
Iívarnir úr ýmsum fiskiseiðum úr langvíu-fóarni. Að eins
lítill hluti af öllum kvörnunum i fóarninu (stækkað
sjö sinnum).
hluta af þessum þunga, þarf vitanlega
miklu fleiri til þess að seðja hvern fugl.
Um miðjan júní fara ungarnir að koma
úr eggjunum, og því er matarþörfin mikil,
einmitt um það leyti. Ef gert er ráð fyrir,
að i Látrabjargi einu séu 50,000 svart-
fuglar, sem ugglaust er mörgum sinnum
of lítið, og hver fugl eti 500 þorsk- og
ýsuseiði á dag, þurfa fuglarnir í Látra-
bjarai 750 miljónir seiða sér til viður-
væris á einum mánuði. Ef öll þessi seiði
hefðu lifað og náð að þroskast til fimm
ára aldurs mun það láta nærri að þau
hefðu þá vegið 1500 milljónir kilóa, eða
um 6 sinnum meira en allur þorsk- og
ýsuafli allra þjóða við ísland nam árið
1922. Svona mikið borðar svartfuglinn
í Látrabjargi einu á einum mánuði að
minnsta kosti. Eftir þessu að dæma, lít-
ur út fyrir að svartfuglinn sémestafarg-
an fyrir útveginn, og skulum við nú at-
huga hvort svo er.
Eftir útreikningumdr. Bjarna
Sæmundssonar, nægia 3—4
þorskar (6—8 ára) til þess að
fylla upp í skarðið, á móti
öllu því, sem veitl er hér við
land yfirleitt, ef gert er ráð fyrir
að árlega náist 18 milljónir af
þroskuðum þorski. Af þessu
sézt hve gifurlega mikil við
koma er, og hve litlu það í raun-
inni nemur, þótt svartfuglinn
þynni fylkingarnar.
Það er ekki hægt að segja
neitt um það, hve mikið af
svartfugli er við ísland, en veið-
in er frá 50—110 þús á ári. Ef
gert er ráð fyrir að veiðist jafn-
aðarlega 2°/o af öllum svartfugli,
og þaðséu 100 þús. á ári, þá
ættu að vera 5 millj. af svartfugli
við tsland. Ef hver fugl etur 500
þorskseiði á dag, i tvo mánuði,
eða 30 þús. stk. samtals, ættu allir svart-
fugl ar að eta 150 miljarða þorskseiða á
ári, en eftir út reikningum dr. Bjarna Sæm-
undssonar, koma að minnsta kosti 24 bill-
jónir þorskeggja í heiminn hér við land á
ári, svo allt það, sem svartfuglinn etur,
nemur ekki líkt því einum hundraðasta
hluta af allri viðkomunni.
Hvað þorskinn snertir, er þvi auðsætt,
að svartfuglinn gerir veiðinni engan
miska, öðru nær. Annað mál er það,
bvort hann vinnur skarkolaveiðunum og
ýsuveiðunum tjón. því þessum fiskum
er aðsjáanlega að fækka vegna veiðanna,
en þorkinum og sildinni fækkar ekkert,
hvernig sem veitt er. Til þess að kom-
ast fyrir um, hvort svartfuglinn rýrir t.
d. ýsustofninn með því að eyða seiðun-
um, svo um muni, þarf að gera ýtarleg-
ar rannsóknir á fæðu svartfuglsins, allan
ársins hring, og auk þess reyna að finna
hve mikið er af svartfugli við landið.