Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 9
ÆGIR
119
Þetta er verkefni, sem næst liggur ís-
lenzkum náttúrufræðingum.
Á F. hefur þýtt eftir »Naturens Verden«,
febr. 1930.
Skýrsla nr. 3, 1931
til Fiskifélags íslands, frá erindrek-
anum í Norðlendingafjórðungi.
Undanfarna síðustu 3 mánuðina hefur
oltið á ýmsu hér norðanlands með út-
gerðina.
Á Miðfirði, þ. e. Hvammstanga og Vatns-
nesi, hefur fiskafli alveg brugðist þenna
tíma, og þó hann hafi oft áður verið lit-
ill, tekur samt steininn úr í þetta sinn.
— Sama og ekkert verið saltað til út-
flutnings, en einhver reitingur hefur verið
af smáfiski þar inni á firðinum, veiddur
einungis til heimanotkunar, af árabátum
en vélbátum lítið haldið til fiskjar, að
því er trúnaðarmaður minn skrifar mér.
Austan Húnaflóa, á Skagaströnd og
Kálfshamarsvík, er aflinn einnig talsvert
minni, en á sama tíma í fyrra, en þess
ber að gæta í þvi sambandi, að bátar
eru nú nokkru færri, er taldir eru að
ganga þaðan, heldur en áundan. Nú eru
þeir taldir að vera 18 alls, allt opnir vél-
'bálar. Á þessum stöðum.sem ogá Skaga-
firði, hamlaði beituskortur meðfram og
svo mun þessum mönnum, er að öðr-
um þræði stunda landbúskap, hafa þótt
horfurnar með sölu aflans ískyggilegar,
og þess vegna stundað sjóinn af minna
kappi nú, en stundum áður.
Kalla má, að fiskafli hafi eiginlega allt
af verið góður um miðbik fjórðungsins
og aflamagn ágæft, þegar þess er gætt,
að meginþorri bátanna sneri sér að síld-
veiðum með reknet, strax semsöltunvar
leyfð. Þar á móti virðist fiskigöngur hafa
verið mun tregari á svæðinu austan Tjör-
ness. Mér er kunnugt um nokkuð marga
báta á stærðinni 9 til 12 smálestirog þar
í kring, sem hafa frá vertiðarbyrjun fengið
um 4—5 hndr. skpd. af fiski og þess ut-
an 5—7 hndr. tn. af sild og hefðu getað
fiskað mun meiri síld, hefði það álitist
að vera til einhvers, en þvi var ekki til
að dreifa.
Veðráttufar hefur verið hið ákjósanleg-
asta þessa mánuði, til landsogsjávar og er
enn, því hryggilegra er að horfa á meg-
inið af skipa- og bátaflota fjórðungsins
bundið við bryggjur og hafnargarða, eða
lagt á höfnum aðgerðalaust, frá því
snemma í sept., en vita fiskinn og síld-
ina á miðunum, svo að segja bíðandi
eftir, að verða fólkinu að bjargræði, en
sjá hins vegar fram á yfirvofandi skort
og vesaldóm á komanda vetri.
Vegna fyrirsjáanlegra söluerfiðleika með
fiskinn, sneru allflestir vélbátarnir sérað
reknetaveiðum, er söltun var leyfð, eins
og Fiskifélagið þegar hefur séð af skýrsl-
um mínum, um veiðiskip og báta und-
anfarið. Sú nýbreytni stuðlaði og vafa-
laust nokkuð að þessu, að í sumar leyfði
Síldareinkasalan mönnum heimasöltun,
undir eftirliti, og veiðileyfi á bátana voru
ekki mjög takmörkuð. Allflestir bátarnir
fylltu veiðileyfi sín, og sumir fiskuðu auk
þess nokkuð af síld til frystingar. Var
það mest til framdráttar þeim, er slíks
áttu kost, því verðið var sæmilegt, en
hins vegar fremur dapurlegar horfur með
árangur af saltsíldaraflanum enn sem
komið er, að minnsta kosti þótt síldin
væri yfírleitt góð og aflinn mikill.
Nokkuð hefur verið flutt út af þurk-
uðum labradorflöttum fiski og pressu-
fiski, en allur meginaflinn liggur enn þá
tilbúinn til útflutnings, i húsum útgerð-
armanna sjálfra, kaupfélaga og kaup-
manna, eða þá sölusamlaga, víðsvegar