Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1931, Blaðsíða 13
ÆGIR 223 in svo traust, að ekkert fái grandað lienni, jafnvel ekki eldur eða jarðskjálftar. Brú- arsmíðinni var lokið missiri á undan á- ætlun. Brúin er lengsta og mesta hengi- brú i heimi. Fráleitt verður hún það þó lengi, því teikningar hafa þegar verið gerðar að enn stærri brúm, t. d. Golden Gate Bridge í San Francisco, sem á að verða 4200 fet milli endaturna, og brú yfir New York fjörð er í ráði að smiða. Verður hún á milli Staten Island og Long Island og verður 5000 fet ensk milli turna. — Húdsonsflóabrúin er vátryggð fyrir 55 milljónum dollara. Sjómannalíf í Hafnahreppi síðastliðin 60 ár. Eftir Ól. Ketilsson. Með ákveðnum orðum vil ég ekki neita því, að það ekki geti verið hugsunarvilla hjá mér, að ég muni eftir einu atviki úr lífi mínu, þegar ég var að eins tveggja ára og tveggja mánaða gamall, en ég get þó ekki hrundið þeirri hugsun frá mér, að Ketill sál. bróðir minn hafi þá ekki verið að leiða mig í kringum útikofa einn, sem stóð ítúngarðinum á svonefnd- um »HjalIavelli«, og segja mér að inni í kofanum væri draugur, en saunleikurinn var, að í kofa þennan hafði verið látinn skrokkur af sjálfsmorðingja sem Eirikur hét og drap sig í sjó. Hins vegar ekki ómögulegt, að bróðir minn hafi sagt mér frá þvi siðar, að hann hafi verið að leiða mig í kringum kofann og segja mér af draugnum, þó ég ekki geti munað, að svo hafi verið. En svo er það annað atvik, sem kom fyrir á gamlárskvöld 1867, þeg- ar ég var þriggja ára gamall, sem ég man mjög vel eftir, en af því að það má telja þenna atburð það fyrsta, sem ég með ákveðinni vissu man úr lífi minu, og af því að ég veit að Ægir er að eins lesinn af körlum, en ekki konum, og að við karlarnir erum ekki vanir að vera að blaðra því í kerlingarnar okkar, sem við vitum að sært getur velsæmistilfinn- ing þeirra, þá ætla ég nú að segja les- endum Ægis frá þessum endurminninga- rika fyrsta ógleymanlega viðburði bernsk- unnar. í*að var, eins og áður er sagt, á gaml- árskvöld 1867; foreldrar mínir höfðu þá sem endrarnær margt vinnuhjúa. Einn af vinnumönnum þeirra hét Ásmundur, ungur og dugandi efnispiltur, en nokk- uð vínhneigður. Ein af vinnukonunum hét Guðlaug, og var hún unnusta Ás- mundar. Önnur vinnukona foreldra minna hét Guðfmna, eldfjörug stúlka, prýðisvel gefin. en full af glettni og gáska og gat hún líka verið hinn mesti bragðarefur í viðskiftum sinum við karlmennina, et því var að skifta, og var hún ofjarl þeirra flestra, bæði í andlegum og líkamlegum fangbrögðum. í fleiri ár var ég brjóst- mylkingur Finnu fóstru minnar, og kom það af því, að móðir mín veiktist hæltu- lega skömmu eftir að ég fæddist, en Finna fóstra mín tók mig þá að sér og lagði mig á brjóst sín, þvi að sjálf hafði hún þá fyrir skemmstu alið barn. Sagði fóstra mín mér síðar, að frekur hefði ég verið til fæðunnar, og að minnstu hefði munað að ég hefði nagað sig til mergj- ar, en þrátt fyrir það var ég átrúnaðar- goð fóstru minnar á meðan hún lifði. Guðfinna dó i hárri elli fyrir nokkrum árum i Reykjavik, hún var móðír frú Gróu konu ólafs Gunnlaugssonar véla- meistara í Reykjavik. Þegar liðið var nokkuð á kvöldið (gamlárskvöld), sat fóstra mín með mig á rúmi sínu í vinnufólksherberginu og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.