Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Síða 14

Ægir - 01.11.1931, Síða 14
224 ÆGIR bjóst til að fara að svæfa mig, en eins og gengur óg gerist í sveit á gamlárs- kvöld, þá var flest af vinnuhjúunum komið á tvístring um aðra bæi, til að skemmta sér, bæði við spil, söng og vín- drykkju m. m. Var því ekkert vinnu- hjúanna í herberginu nema fóstra mín og einn vinnumannanna sem Eyjólfur hét, en hann var þá kominn í rúmið og sennilega sofnaður, þó ég ekki muni hvort svo var. En nú kom Ásmundur upp á loftið, sjáanlega mikið drukkinn, settist hann á rúm sitt og grét beisklega. Þegar fóstra mín sá og heyrði sorgina hans Ása, stóð hún strax upp af rúmi sinu og gekk til hans. »Hvað gengur að þér góði minn. — Af hverju ertu að gráta elskan min. — Segðu mér það væni minn, Kannske ég geti eitthvað bætt úr þessu fyrir þér vesalingur, sagði Finna fóstra mín, en Ási gat engu svarað fyrir grátstun og ekka, — herti að eins á hljóðunum, en nú kom móðir mín úr sínu herbergi, hafði hún heyrt hljóðin í Ása, og kom þvi til þess að reyna að hugga hann i þessu hörmunga- ástandi, sem Ási var í! »Af hverju ertu að gráta Ási minn, langar þig í meira vín, væni minn?« spurði móðir mín, með sinni mildu og mjúku rödd. »Ne-he-ei«, þvældist út úr Ása með ekka miklum. »Nú hvað er þá sem að þér amar, fyrst þú ekki vilt meira vin, segðu mér það strax«, sagði móðir mín ennfremur í nokkuð hvassari róm, þá komlokssvar- ið hjá Ása, og var það svona : »Hún vill ekki lofa mér það, stelpu- skrattinn (unnustan), hún segir að ég sé svo fullur!« — Og svo herti Ásí á grát- inum og grátstununum, svo ekkinn var orðinn eins og sogmynduð dauðahryggla í manni, sem er í andarslitrunum! En móðir mín beið ekki eftir frekari skýr- ingu á sorginni hans Ása, heldur gekk hún hröðum skrefum ínn í heibergi sitt aftur, og ég held að hún hafi lokað ó- venjulega hart á eftir sér hurðinni. En fóstra mín sýndi Ása ekki meiri samúð en það, að hún veltist um í hlátri, svo Ása blöskraði og hann hætti alveg að skæla! En ég í barnslegri einfeldni hélt þá, að Lauga hefði ekki viljað lofa Ása að fara að tlakka á aðra bæi, af því að hann var svo fullur. Frá þessari stundu, og þar til ég var orðinn fullra fjögra ára, eru endurminn- ingar viðburðanna fyrir mér, sem óljós- ir og óskýrir tindar, sem gægjast fram úr þykkum þokumekki, en sem ekki er hægt að átta sig neitt á. Viðburðir þess tíma (fjórða ársins), eru hjá mér sem sundurleitir draumórar, ekkert upphaf, enginn endir, rámar í margt, sem kallað er, en man þó ekkert, en úr því ég er kominn á fimmta árið, eru hinir dag- legu viðburðir mérífersku minni, eink- um þó hið fjöruga sjómannalíf sem þá var i Hafnahreppi og sem tilgangurinn með ritgerð þessari er að skýra hér frá. Á fyrri öldum bjuggu hér í Hafna- hreppi ýmsir dugandi bændur og búhöld- ar góðir, en sem hér yrði oflangt mál að ættfæra og nafngreina, þó vil ég geta þess að um aldamótin 1700 bjuggu i Kirkjuvogshverfinu þrír merkisbændur, Runólfur Pórðarson, Eirikur Þórhallsson og Gísli Illhugason. Allir voru þeir lög- réttumenn, vel að efnum búnir eftir á- stæðum og taldir sjómenn góðir og sjó- sóknarar eftir þeim skipakosti og ófull- komnum útbúnaði, sem þá var á opn- um fleytum hér á Suðurnesjum. Sam- timis þessum mönnum bjó þá í Kotvogi (fæðingarstað minum) Hákon Jónsson Árnasonar, sem verður að teljast fyrsti búandi Kotvogsins, en móðir Hákonar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.