Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1931, Qupperneq 16

Ægir - 01.11.1931, Qupperneq 16
226 ÆGIR að Hákon fréttir að »Hundadaga-hátign- in« sé stödd í Keflavík. Brá Hákon þá skjótt við og reið til fundar við íslands- hátignina. Féll vel á með báðum þess- um ókrýndu íslands kongum, og er Há- kon hafði borið fram mál sín fyrir Jörundi konung og tjáð honum hjú- skaparvandræði sin og vandkvæði, úr- skurðaði hans hátign allra mildileg- ast, að Suðurnesja-kongurinn mætti eiga eins margar konur, sem andleg og líkamleg þörf hans krefðist, því fagurt fordæmi um margkvæni mætti rekja all- ar götur niður til hins mikla »kollega« þeirra, Salomons konungs, sem og margra annara guðsmanna Austurlanda. Framh. Norsk fiskiflök (filettur). Norskir fisk- framleiðendur vinna nú að þvi, að afla sér markaðs fyrir fryst flök (filettur). Fyrir milligöngu fiskimálastjóra Asser- sons veitti verzlunarmálaráðuneytið sið- astliðinn vetur fé til þess, að frystihúsið i Melbo gerði tilraunir að frysta fisk- flök og sendi sýnishorn til Ameríku og viðar. Sending sú, sem fór til Ameriku líkaði vel. Farmgjald til Chicago var 20 aurar fyrir hvert kilo, tollur sömuleiðis 20aur- ar og flökin voru sem ný eftir þá sex mánuði, sem liðnir voru frá því þau voru send, þar til skýrsla var send til Noregs. Verður útflutningi nú haldið áfram af félagi, sem nú er verið að mynda í Þránd- heimi og um sama leyti leggur hið op- inbera fram fé til þess að athuga, hvort eigi megi finna markaði í Norðurálfunni fyrir þessa vörutegund og hafa einkum hugann á Schweitz sem markaðslandi. Finanstidende 23. sept. 1931. Frá stjórnarráðinu. I. Hér með skal Fiskifélagi íslands tjáð að samkvæmt símfregn frá utanríkis- málaráðuneytinu danska, hafa þýzku stjórnarvöldin nú síðustu daga sett aukin bönd á gjaldeyrisverzlunina, þannig að ekki fæst yfirfært i erlenda mynt, kaup- verð fyrir fisk sem seldur er í Þýzka- landi. Þetta ákvæði gildir þó ekki um greiðsl- ur fyrir síld sem þangað er innflutt. F. h. r. e. u. 13. nóv. 1932 Slefán Porvarðsson. II. Hér með skal Fiskifélagi Islands tjáð, að samkvæmt fregn frá utanríkismála- ráðuneytinu í Kaupmannahöfn, hefur innflutningstollurinn í Lithaugalandi á söltuðum og reyktum fiski verið hækk- aður úr 2 í 4 lit. pr. kg. brúttó. F. h. r. e. u. 12. nóv. 1931. Siefán Porvarðsson. Drukknun. 17. oktbr. féll maður út- byrðis af vélbátnum »Gunnari Páls« í fiskiróðri og drukknaði. Skipsmenn voru að draga lóðina og valt talsvert, þvi að bára var nokkur. Sleipt var á þilfarinu, og rasaði maðurinn og féll fyrir borð. Skaut honum einu sinni upp, en hvarf þegar aftur og náðist ekki. Maðurinn hét Benedikt Halldórsson, ungur maður og einhleypur, ættaður af Austurlandi. Var hann vélarmaður á bátnum í fyrstasinn i þessum róðri.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.