Ægir - 01.11.1931, Page 18
228
ÆGIR
fram og forðast að keppa á nokkurn
hátt við sendendur eða kaupendur þess
tisks, sem honum er trúað fyrir og sýnt
það i öllu, að hann hefur breytt við við-
skiptamenn sína eins og hann óskar að
þeir breyti við sig.
Fyrir skömmu sæmdi konungur Krist-
ján tíundi hr. Salomonsen, riddarakrossi
Dannebrogsorðunnar, sem viðkurkenn-
ingu fyrir starf hans í þágu fiskiveiða
Dana.
(Fish Trades Gazette 10. okt. 1931).
Togarinn „Leiknir”
strandar við Kúðaós.
Mannbjörg.
Fyrir fám dögum barst hingað sú fregn,
að togarinn »Leiknir« frá Patreksfirði
hefði hefði strandað við Kúðaós, fram
af Álftaveri.
Fregn þessi hafði borist með loftskeyti
frá togaranum, og hafði Loftskeytastöð-
in í Reykjavik náð fregninni. Yar sýslu-
manninum í Skaftafellssýsln þegar til-
kynnt um strandið, en hann gerði ráð-
stafanir til þess, að Álftveringar færu á
strandstaðinn. Þeir voru komnir á strand-
staðinn kl. 9—10.
Loftskeytastöðin hér í bænum hafði
samband við »Leikni« til kl. 2; taldi
skipstjóri víst, að skipverjar kæmust allir
í land með fjöru. Kl. um 1 voru 6skip-
verjar komnir á land.
Aðstandendur skipverja voru mjög á-
hyggjufullir er ekkert fréttist siðari hluta
dags en áður dimma tók, fréttist aðallir
væru komnir á land.
Þau fara að verða nokkuð mörg slys-
in á sjó og haldi þau áfram líkt og hin
siðustu 6 ár, má eiga það víst, að er-
lendu félögin, sem endurtryggja skaða
hér, hækki svo iðgjöld að til vandræða
horfi fyrir skipaeigendur.
Sjótjón hin síðustu 6 ár eru þessi og
að eins nefndir togarar:
»Leifur heppni« 8. febr. 1925. Fórst á
rúmsjó.
»Ása« 20. des. 1925. Við Jökul. '
»Eirikur rauði« 2. marz 1927. ViðSand-
ana.
»Ása« 3. apríl 1927. Við Grindavik.
»Austri« 7. septbr. 1927. Við Vatnsnes
nyrðra.
»Jón forseti« 27. febr. 1928. Við Stafnes.
»Menja« 12. júní 1928. Sökk á rúmsjó.
»Apríl« 1. des. 1930. Fórst á rúmsjó.
»Barðinn« 21. ágúst 1931. Við Þjót.
»Leiknir« 21. nóvbr. Við Kúðaós.
Þannig lítur þessi sorglegi listi út. Frá
1. desbr. 1930 til 21. nóv. 1931, er tæpt
ár og á því farast 3 dýr skip — og 10
togarar, sumir að heita nýir, síðan árið
1925.
Hið síðasta strand, »Leiknis« er órann-
sakað er Ægir verður prentaður, en 23.
nóvbr. sendi Sjóvátryggingarfélag lslands
reyndan skipstjóra, austur á strandstað-
inn og varðskipið »Ægir« mun gera
tilraun til að ná skipinu út. Sjóréttur var
haldinn í Vík í Mýrdal hinn 24. nóvbr.
og framhaldspróf mun haldið hér í Reykja-
vik. Á þrem mánuðum hafa 2 togarar
strandað, sem vátryggðir hafa verið bjá
Sjóvátryggingarfélagi Islands fyrir um
600 þúsund krónur.
»Leiknir« var smíðaður í þýzkalandi
árið 1921 fyrir hlutafélagið Sleipni í
Reykjavík, og hét fyrst »Glaður«. Var
hann 316 smálestir brúttó. Fyrir nokkr-
um árum seldi Sleipnir skipið, ólafi Jó-
hannessyni & Co. i Patreksfirði, og hef-
ur það síðan verið gert út þaðan.