Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1931, Síða 19

Ægir - 01.11.1931, Síða 19
ÆGIR 229 Ljóslaus skip. Stöðugt koma fram kvartanir enskra togara um, að íslenzkir fiskibátar og mó- torskip hafi eigi uppi eða sýni fj'rirskip- uð siglingaljós, þegar myrkur er, sömu- leiðis kvarta þeir undan hinu sama er um færeysk skip ræðir. Hinn síðasti, sem um þetta skrifar er skipstjóri Bone á togaranum »Franc Tir- eur«. Hann skýrir svo frá, að er hann var kominn á heimleið og var staddur 15 sjómílur út af Reykjanesi um kveldið hinn 31. okt. sl., varð hann var við eitt- hvað beint fyrir stafni, sem líktist skipi, en engin ljós sá hann. Vék hann þá skipi sínu lítið eitt til hægri og skallþar hurð nærri bælum, að ekki yrði árekst- ur — og máske stórtjón, þar afleiðandi. Þegar skip þetta, sem reyndist að vera íslenzkur mótorkútter, rann aftur með bakborðshlið togarans, sýndu íslendingar blossa, en engin lögskipuð siglingaljós af nokkurri tegund, voru þar sýnileg. (Fishing News 14. nóv. 1931). Aths. Kvörtunum eins og þessari, ættu íslenzkir íiskimenn að gefa gaum og forð- ast að útlendir sjófarendur hafi ástæðu til að birta slíkt kæruleysi í opinberum blöðum. Ritstjórinn. Skiptapar frá Færeyjum. Tvö fiskiskip hafa farist þaðan á þessu ári. »Queen Victoria« fórst snemma i vor, en sem betur fór drukknaði þar enginn. Lengi hafa menn beðið eftir fréttum af fiskiskipinu »Dora«, en nú er útséð um, að það komi fram. Skipið var að veiðum hér við land og fréttist til þess hinn 14. sept., er það var statt á Siglufirði og höfðu þeir þá aflað 25 þús. fiska; reyndu þeir að selja fisk- inn, en enginn vildi kaupa. Hinn 17. sept. sáu menn af fiskiskipinu »Fram« til »Dóru« víð Rauðanúp. Nóttina eftir gerði aftaka veður og eru líkur til að skipið hafi farist þá nótt. Hinn 26. sept. var skipið »Island« frá Esbjerg að veiðum tvær og hálfa sjó- mílu af vesturenda Grímseyjar, á 18° 1' vest.lengd og 66° 30' norðurbr. Varð þá »snurrevaad« þeirra föst í skipsskokk á 50 metra dýpi. Þeir reyndu að ná veið- arfæri sinu upp og var það þungt mjög. Er upp að borði kom var í þvi hluti úr afturparti skips, auðsjáanlega kutter — var tréð nýtt í sárið, þar sem það var brotið og ætla menn að þar hafi »Dóra« verið. Skipverjar sem fórust með skipinu voru 17 að tölu og meðal þeirra3bræð- ur. Eftirlifandi ekkjur eru 5 og 23 börn. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1931. 30. Vegna ólags á vitatækjunum má ekki treysta á, að Hafnarnesvitinn (nr. 76) við Fáskrúðsfjörð sýni stöðugt ljós með myrkvum, heldur sýnir hann fyrst um sinn vanalega stöðugt Ijós. 31. Klukkuduflið á Akureyjarrifi (viti nr. 14) hefir verið lagt út aftur og bráða- byrgða duflið tekið í land. (Sbr. Augl. nr. 9, 21). 32. Hleinartangavitinn (nr. 66) er i ólagi, logar ekki fyrst um sinn. 33. Samkvæmt tilkynningu frá skip- herranum á varðskipinu »Fylla« hefir orðið vart við grunnbrot milli Norð-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.