Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1933, Qupperneq 5

Ægir - 01.03.1933, Qupperneq 5
ÆGIR 75 Indriði Jónsson. Þorbergur Guðmundsson. En af þessum 6 mönnum þekkti ég Hofsbræður bezt. Voru þeir fæddir að Bakka á Akranesi. — Skafli 25. júlí 1895 og Einar 20. júlí 1901 — og komnir af hinni kunnu Kjalnesingaætt Þorvarðs Oddssonar prest á Reynivöllum; voru þeir í fimmta lið frá Þorvarði, en lang- amma þeirra var Gunnhildur á Bakka, stórmerk kona og frábær ljósmóðir á sinni tið. Hefur ættleggur þeirra Einars sál. Þorvarðssonar og Gunnhildar sópast svo vendilega í sjóinu, að svo má nú heila, að einir tveir séu á lífi af karl- leggnum, þeir Jón Halldórsson að Hofi, faðir Skafta og Einars, og Halldór sonur Jóns, kaupmaður á Akranesi. Skafti og Einar ólust upp hjá foreldr- um sínum og dvöldust hjá þeim til æfi- loka; tóku þeir að stunda sjó þegar, er þeir höfðu aldur til og héldu þeirri iðju til dauðadags, oftast á mótorbátum, en þó stundum á togurum og þóttu hvar- vetna afbragðs liðtækir menn, kappsam- ir um vinnuna og lægnir. Skafti gekk á Stýrimannaskólann í Reykjavik og lauk þar prófi 1921 með lofi, eftir eins vetrar nám. Lét einn kennara hans svo um mælt, að fám hefði hann kennt slíkum námsmönnum, sem Slcafti var. Einar tók smábátapróf nokkru síðar. Það var sameiginlegt áhugamál þeirra bræðra að verða efnalega sjálfstæðir, og því var það, að 1928 réðust þeir í að kaupa mótorbátinn »Kveldúlf«; voru þeir þá báðir félausir, sem vænta má. — En svo var dugnaðurinn mikill og heppnin við veiðarnar, að hálfu öðru ári síðar gátu þeir keypt jörðina Lambhús á Akra- nesi. Má svo heita að síðan ræki hver framkvæmdin aðra. Þeir reistu sér fiskhús mikið og vandað við Lambhúsa- vör og gerðu bryggju við, en steyptu síð- an flóðgarð alllangan og sterkan norður frá húsinu til varnar landi sínu og aukn- ingar; voru þeir komnir vel á veg með að fylla lautina innan garðs, er þeir féllu frá. Þurkreiti gerðu þeir og, suma af grjóti, en mest þó af trjágrindum, enda þótti þeim þær betri og auðveldara miklu að vinna við þær. í haust keyptu þeir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.